ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9982

Titill

„Nýungagirni og óhófleg tækjakaup eru einkenni á Íslendingum.“ Upphaf heimilis- og einkatölvuvæðingar á Íslandi

Skilað
September 2011
Útdráttur

Ritgerð um fyrstu skref heimilis og einkatölvunnar á Íslandi allt til ársins 1985. Stuttlega
farið yfir hvað gerðist í tölvumálum landsins fyrir komu fyrstu heimilistölvunnar. Hverjar
voru þessar fyrstu heimilistölvur, upp úr hvernig umhverfi spratt þessi bylting. Fyrstu
tölvurnar voru Commodore PET, Apple II og Tandy frá Radio Shack TRS80 model I. Allar
bandarískar, það var kennt á allar þessar vélar í íslenskum tölvuskólum. Þeir voru
þéttsetnir og áttu stóran þátt í að ná tölvuhræðslunni úr Íslendingum. Seinna komu bresku
tölvurnar frá Sinclair og Acorn. Acorn var þróuð í samvinnu breska ríkisútvarpið, oftast
kölluð BBC og var einna helst hugsuð sem kennslutæki. Með tilkomu IBM PC og PC
samhæfðra tölva opnuðust nýir möguleikar í hugbúnaðargerð. Íslendingar skrifuðu að
einhverju leyti sinn eigin hugbúnað og jafnframt var reynt að flytja hann út. Staðlaður
hugbúnaður og skriðþungi IBM ýttu öðrum frá og í dag eru fáir framleiðendur að framleiða
tölvur sem voru með frá upphafi tölvuvæðingarinnar. IBM PC var dýr tölva og innan
veggja íslenskra heimila var mikil flóra af ódýrari tölvum, sem í þá daga voru kallaðar
heimilistölvur. Flestar tengdust þær í sjónvarp og voru aðallega notaðar í leiki, skák,
geymslu á mataruppskriftum. Þar var hægt að láta tölvuna reikna út hlutfall/magn eftir því
hversu margir voru í mat, heimilisbókhald og listi yfir þá sem voru svo heppnir að fá sent
jólakort. Vinsælustu heimilistölvurnar voru; Sinclair, Atari og Commodore, sem líka var
vinsæl í atvinnulífinu. Með tímanum fækkaði þessum tölvum og IBM PC samhæfðar vélar
fóru að fikra sig inn á heimilin líka.

Samþykkt
9.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
gardar.gudjonssonBA.pdf785KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna