is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9983

Titill: 
  • Netuppeldi
  • Titill er á ensku Educational Network
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Internetið er öflugur miðill sem hefur þróast hratt síðustu fjóra áratugi. Þær samfélagsbreytingar sem fylgt hafa í kjölfarið eru það miklar að erfitt er að ímynda sér heim án internets. Í ritgerðinni er upphaf og saga netsins rakin í stórum dráttum. Einnig er fjallað um það sem er að gerast hér á landi í sambandi við fræðslu barna og foreldra um notkun internetsins. Rannsóknin fjallar um netnotkun barna og hvernig þeim er leiðbeint til þess að þau megi læra örugga og jákvæða netnotkun. Tekin voru eigindleg viðtöl við 12 börn úr 3. til 10. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Með viðtölunum var leitast við að fá svör við því hvernig börn eru að upplifa svokallað netuppeldi og hvað þau eru að gera á netinu. Í ljós kom að drengir eru meira á leikja- og afþeygingasíðum meðan stúlkur leita meira í tjáningu og tjáskiptasíður. Flest barnanna höfðu reglur í sambandi við netnotkun heima fyrir og var sammerkt með þeim að þau voru öll meðvituð um þær hættur sem geta leynst á netinu.

Samþykkt: 
  • 9.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9983


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagný Rós Jensdóttir.pdf767.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna