is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9992

Titill: 
  • Reynsla stuðningsaðila erlendra styrktarbarna. Persónutengsl og sýnileiki í þróunarsamvinnu.
  • Titill er á ensku The experience of child sponsors: highlighting personal connections and discernable involvement in development cooperation.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tugþúsundir Íslendinga styrkja mánaðarlega barnatengda þróunaraðstoð. Rúmlega 13.000 þeirra styðja tiltekið/tiltekin styrktarbarn/börn. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða reynslu fólks af því að vera stuðningsaðilar erlendra barna og skilja hvers vegna fólk velur þessa leið til að styrkja þróunarstarf. Rætt var við 13 viðmælendur sem áttu það sameiginlegt að styðja barn eða börn með þessum hætti, auk þess sem viðtöl voru tekin við forráðamenn 7 samtaka sem starfa á vettvangi barnahjálpar og hjálparstarfs. Rannsóknin hófst í september 2010 og stóð fram í ágúst 2011. Niðurstöður hennar leiða í ljós að stuðningsaðilar njóta þess að „eiga“ styrktarbörn og finnst reynslan í senn skemmtileg og gefandi. Að þeirra mati gerir möguleiki á persónulegum tengslum og sýnileiki styrktarbarnaverkefna jafnframt þess virði að skuldabinda sig til langs tíma. Niðurstöðurnar sýna einnig að styrktarbarnaverkefni virðist takast að gera þróunarsamvinnu áþreifanlega og aðkallandi í hugum fólks þar sem viðmælendur töldu sig almennt hafa meiri áhuga og þekkingu á málaflokknum eftir að stuðningur við styrktarbarn hófst. Sú mynd, sem viðmælendur draga af þáttöku í slíkum verkefnum, er því almennt jákvæð. Að mati höfundar þarfnast þetta styrktarform nánari skoðunar sem felst í að rannsaka alla hlekki styrktarbarnaverkefna og þá ekki síst það sem snýr að reynslu styrktarbarnanna af slíkum verkefnum.
    Lykilorð: Stuðningsaðilar, styrktaraðilar, styrktarbarn, styrktarforeldrar, barnaþorp, frjáls félagasamtök, styrktarbarnaverkefni, fósturforeldrar, guðforeldrar, mánaðarlegur styrkur.

  • Útdráttur er á ensku

    Many thousands of Icelanders give monthly support to children in developing countries. Over 13.000 of these sponsor specific children. The goal of this thesis is to look at the experience of being a child's sponsor in order to understand why sponsors choose to support this type of development work. Interviews were taken with thirteen sponsors and with the leaders of seven children's charities. The interviews took place between September 2010 and August 2011. The conclusion of the research shows that sponsors enjoy "owning" their sponsored children and at the same time think that the experience is both fun and rewarding. In the opinion of the sponsors, the possibility of personal contact and being able to follow the children's lives builds trusts between the sponsor and their charity, and makes sponsorship worthy of their longterm commitment. The conclusions also appear to show that such sponsorship projects make developmental work tangible and necessary in the minds of the sponsors, so that they have increased interest and knowledge in this type development work. The picture that the sponsors give is that these projects are on the whole positive, but in the judgement of the researcher, further investigation is needed from different perspectives, not least from the perspective of the sponsored children.
    Key words: Child sponsors, sponsors, sponsorship, sponsored children, children´s village, NGOs, child sponsorship programmes, committed giving, monthly giving, children´s charities.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Reynsla stuðningsaðila erlendra styrktarbarna..pdf602.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna