ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9995

Titill

Fjárfesting í félagsauði. Ávinningur fólginn í félagslegum tengslum

Skilað
September 2011
Útdráttur

Ritgerð þessi er heimildaritgerð sem ætlað er að gefa greinagott yfirlit um hvernig einstaklingar og félagshópar geta fjárfest í hugtakinu félagsauður og hver ávinningur slíkrar fjárfestingar er. Þær heimildir sem notast er við eru fyrst og fremst klassísk verk fræðimanna á borð við Coleman, Bourdieu og Putnam auk þess sem nokkrar nýlegri rannsóknir eru reifaðar til að fá betri yfirsýn yfir fræðin. Mikilvægt er að greina hvernig félagsauður tengist öðrum tegundum af auði og varpa ljósi á þau fjölmörgu tækifæri sem felast í nýtingu hans. Helstu niðurstöður eru þær að félagsauður er virkjaður á annan hátt en aðrar tegundir auðs, þar sem hann er ekki fólginn í einstaklingnum sjálfum eða í áþreyfanlegum hlutum, heldur í félagslegum tengslum. Einnig getur félagsauður í sumum tilfellum stuðlað að því að virkja annan auð. Niðurstöður rannsókna benda almennt til þess að félagsauður hafi jákvæðar afleiðingar í för með sér. Má þar helst nefna að félagsauður getur veitt einstaklingum betra aðgengi að upplýsingum, stuðlað að trausti innan hóps og aukið samvinnu. Hinsvegar á félagsauður sér aðra hlið og má þá helst nefna óæskilega hegðun sem stríðir gegn sameiginlegum viðmiðum heildarinnar.

Samþykkt
12.9.2011


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Auður Karitas.pdf340KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna