is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27627

Titill: 
  • Það læra börnin sem fyrir þeim er haft: Mat á samfelldri kyrrsetu í grunnskólum á Íslandi með tilliti til þróunar á kyrrsetuhegðun
  • Titill er á ensku Old habits die hard: Continuous sedentary time in elementary schools in Iceland and its relationship with the development of sedentary behaviour in later life
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Á Íslandi eru 6-16 ára börn skólaskyld. Kyrrsetuhegðun, sem byrjar að þróast í fyrstu bekkjum grunnskóla, myndar grunn fyrir slíka hegðun á fullorðinsárum og eykur líkur á lífstílssjúkdómum. Með því að vinna gegn þróun kyrrsetuhegðunar hjá grunnskólabörnum er lagður grunnur að betri heilsu á fullorðinsárum.
    Markmið: Markmið verkefnisins eru: a) að leggja mat á samfelldan kyrrsetutíma nemenda í grunnskólum á Íslandi; b) að bera saman kyrrsetutíma í heilsueflandi, almennum og einkareknum grunnskólum; c) að bera saman kyrrsetutíma milli mismunandi skólastiga; og d) að setja fram leiðbeiningar um uppsetningu stundaskráa fyrir grunnskóla.
    Aðferðir: Tekið var þrílagskipt tilviljunarúrtak og upplýsinga aflað úr 20 grunnskólum. Lagt var mat á samfellda kyrrsetu út frá stundatöflum. Unnið var út frá því viðmiði að kyrrseta sem varir í 60 mín eða lengur án þess að vera brotin upp með hreyfingu í a.m.k. 10 mín sé samfelld og þar með talin til heildarkyrrsetu grunnskólabarna.
    Niðurstöður: Marktækur munur er á lengd skipulagðrar kyrrsetu á dag á mismunandi skólastigum (p<0,001). Í öllum skólum var minnst kyrrseta á yngsta stigi en mest á elsta stigi. Einnig var marktækur munur á meðallengd skipulagðrar kyrrsetu milli mismunandi gerða af grunnskólum (p<0,001). Styttri skipulögð kyrrseta var í einkareknum þátttökuskólum í samanburði við heilsueflandi og almenna grunnskóla. Ekki var marktækur munur á aukningu skipulagðrar kyrrsetu milli skólastiga í mismunandi skólum (p=0,131); aukning á kyrrsetu er því sú sama á milli skólastiga í öllum skólagerðum.
    Ályktanir: Samfelld kyrrseta grunnskólabarna á Íslandi, metin út frá stundatöflum, fer ítrekað yfir 60 min, eykst með aldri og getur leitt til óæskilegra áhrifa. Settar eru fram leiðbeiningar um uppsetningu stundatafla með það að markmiði að minnka samfellda kyrrsetu nemenda

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: School attendance is mandatory for children aged 6-16 years in Iceland. Sedentary behaviour, which starts developing in the first years of elementary school, forms the foundation for such behaviour later in life and affects susceptibility to lifestyle diseases. Targeting the early development of sedentary behaviour in elementary schools increases the probability of better health for the long term.
    Aim: The aim of this study is: a) to estimate the lenght of continuous sedentary periods in Icelandic elementary schools; b) to compare sedentary time in health promoting, regular, and private elementary schools; c) to compare continuous sedentary time of different age groups; and d) to present guidelines for elementary school curriculums.
    Methods: Information was gathered from 20 Icelandic elementary schools. Continuous sedentary time was estimated based on curriculums. For the purpose of this study, classes which included at least 60 min of unfragmented sedentary time were considered as continuous sedentary time.
    Results: There is a significant difference in continuous sedentary time between different age groups (p<0,001). The youngest age group had the least sedentary time in all schools, with the oldest age group experiencing the most sedentary time. There was also a significant difference in sedentary time in different types of elementary schools (p<0,001). Private elementary schools had the least continuous sedentary time compared to health promoting and regular elementary schools. No significant difference was found in the increase of sedentary time between age groups in different elementary schools (p=0,131); the increase in sedentary time is comparable between age groups in all schools.
    Conclusion: Sedentary time experienced by Icelandic elementary school children, estimated from curriculums, repeatedly exceeds 60 min, increases with age and can have undesirable health effects. To promote curriculums structured to minimize sedentary behaviour researchers present guidelines.

Samþykkt: 
  • 19.5.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf571.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf636.05 kBLokaðurYfirlýsingPDF