is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31358

Titill: 
  • Hvernig starfsumhverfi virkar best? : þættir sem hafa áhrif á samvinnu, samskipti og nýsköpun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á starfsumhverfi skipuheilda og hraði breytinga eykst sífellt. Fyrirtæki þurfa að hafa sig öll við til að sitja ekki eftir í samkeppninni og því skiptir nýsköpun innan fyrirtækisins miklu máli. Einn þeirra þátta sem leiða til nýsköpunar eru samskipti og samvinna starfsfólks á vinnustaðnum og benda niðurstöður til þess að vel skipulagt starfsumhverfi hafi þar áhrif og styðji starfsánægju og sköpun starfsmanna.
    Aðferðarfræði rannsóknarinnar byggist á því að skoða rannsóknir sem gerðar hafa verið sem tengjast efninu og bera þær saman við íslensk fyrirtæki. Viðtöl voru tekin við 5 fyrirtæki sem standa framarlega á sínu sviði. Þau voru spurð hvernig þau skipuleggja starfsumhverfið og hverju sé verið að ná fram með skipulaginu. Hvort skipulagið leiði til aukinnar samvinnu og samstarfs á milli starfsmanna og á hvaða svæðum mestu samskiptin séu. Hverjar helstu fyrirmyndir hafi verið að breytingunum og hvernig árangur sé mældur.
    Megin niðurstöður gefa til kynna að íslensk fyrirtæki séu að fylgja þeirri þróun sem nýlegar rannsóknir sýna að virki. Vinnurými eru orðin opnari og áhersla á frjálst sætaval og fjölbreyttari tegundir rýma sem starfsmaðurinn getur valið um að vinna í. Þetta eykur sveigjanleika starfsmanna sem ýtir undir samskipti og samvinnu. Starfsmaðurinn er ánægðari og má greina það á vinnustaðakönnunum að starfsánægja fer niður ef starfsumhverfið er ekki í lagi. Einnig greina rannsóknir og viðmælendur að aukin framleiðini fáist með skipulaginu þó íslensku fyrirtækin mæli þann þátt ekki sérstaklega. Lítið hefur verið rannsakað hvaða áhrif starfsumhverfið hefur á sköpun starfsmanna og enn minna hvaða áhrif skipulag starfsumhverfis hefur á heildarframmistöðu fyrirtækja. Þetta væri þó hægt að mæla með nútímatækni þó fá fyrirtæki geri það. Einnig kom fram að aukin áhersla er á létt og skemmtilegt starfsumhverfi (playful). Má rekja þessa nýju áherslu til erlendra fyrirtækja eins og Google. Einnig kom fram að ef breyta þarf starfsumhverfi starfsmanna er mikilvægt að gera góða þarfagreiningu og beita breytingarstjórnunar aðferðum í samstarfi við starfsfólk.

Samþykkt: 
  • 19.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórdís Eik Friðþjófsdóttir MPM 2018 lokaverkefni.pdf776.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna