is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7356

Titill: 
  • Útlendingar á Íslandi og í Eistlandi. Samanburður á formlegri og óformlegri stöðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þjóðríki eru ennþá megingerendur á alþjóðavettvangi en hlutverk þeirra hefur breyst í tímans rás. Alls konar tengsl á milli fólks og ríkja hefur leitt til svokallaðrar „alþjóðavæðingar“ en merki þess eru aukin samvinna, fjöldi alþjóðlegra stofnana og reglugerðavæðing. Þó að allt virðist benda til aukinnar samþættingar og umburðarlyndis kemur við nánari skoðun í ljós, að eiginleikar hvers þjóðríkis eru ennþá ráðandi hvað varðar að minnsta kosti mál innflytjenda. Íslenskt og eistneskt samfélag, sem skoðuð verða í ritgerð þessari, hafa tekið gríðarlega miklum breytingum samtímis breytingum á alþjóðavettvangi. Hins vegar hafa ekki eins örar breytingar átt sér stað hvað varðar löggjöf um innflytjendamál. Í mörgum tilfellum eru lögin um innflytjendur sett á tímum nýunnins sjálfstæðis og hafa tekið einungis litlum breytingum síðan þá. Enn eru gerðar miklar kröfur til að fólk geti öðlast ríkisborgararétt og eru þar af leiðandi merki um sterka stöðu þjóðríkja og þjóðarvitundar.
    Litið er á mál innflytjenda í auknum mæli sem áhættuþátt fyrir stöðugleika samfélaganna. Umfangsmiklar samfélagsbreytingar er varða þjóðerni og utanaðkomandi áhrif eins og miklir efnahagserfiðleikar ýta undir hættu á umburðarleysi gagnvart innflytjendum. Fjölmiðlar leika í því samhengi mikilvægt hlutverk en reynsla þjóðar sem grundvöllur þjóðarvitundar mótar oft umræðuefni og viðhorf landsmanna til innflytjendamála. Vegna þess má ekki gleyma sögulegum bakgrunni þegar litið er á formlega og óformlega stöðu útlendinga á Íslandi og í Eistlandi.

Samþykkt: 
  • 20.1.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7356


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heleri Aavastik _BA-ritgerð_.pdf408.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna