is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32476

Titill: 
  • "Að fylgjast með veitingastaðnum eins og barninu sínu"
  • Titill er á ensku "Observing your restaurant like it is your own child"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að reka veitingastað getur verið mjög krefjandi og jafnramt spennandi starf. Vert er að rannsaka hvaða aðferðir veitingastaðir nota til að koma sér á framfæri og beita til að ná farsælum rekstri í því ríka samkeppnisumhverfi sem fylgir atvinnugreininni. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða markaðstæki og nálganir í almannatengslum þarf til að reka veitingastað. Lítið er til um rannsóknir hér á landi sem hafa rannsakað nákvæmlega hvaða markaðstæki og nálganir í almannatengslum þurfi til að reka veitingastaði farsællega. Höfundi þótti rík ástæða og tilvalið að taka þessa nálgun á viðfangsefninu fyrir í ritgerð sinni. Víðsvegar um heim allann er til fræðilegt efni, mikil þekking og rannsóknir sem gerðar hafa verið á viðfangsefninu. Hálfopin eigindleg viðtöl voru tekin við þrjá eigendur veitingastaða á Íslandi. Aðferðin sem notuð var við úrvinnslu gagna var þemagreining.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þessar helstar: Stafræn markaðssetning og þá allra helst Facebook er aðalburðarásinn í markaðssetningu veitingastaða. Viðhald á persónueinkennum og ferskleika veitingastaða skiptir höfuðmáli og word-of-mouth eða „orð-af-munni“ aðferðin er ennþá, eitt beittasta vopnið í markaðsnálgun veitingastaða. Veitingastaðir virðast blanda ómeðvitað almannatengslum saman við markaðssetningu og mynda þannig tvíeggja sverð í kynningarherferðum sínum.

  • Útdráttur er á ensku

    Operating a restaurant can be a very strenuous although an exciting endeavour. It is worth investigating which methods prove most successful in the competitive environment that follows the profession of the restaurant business. The goal of this thesis is to explore what instrument of marketing and what approaches in the field of public relations are required to run a restaurant. There is a shortage of Icelandic research in the field of relevant marketing instruments and public relations techniques in the restaurant business, which this thesis is based upon. The author of this thesis deemed it worthy and valuable to approach the subject from this point of view. On a global scale there is an abundance of materials in the form of academic papers, journals and knowledge that has been acquired by researching this subject. Semi structured interviews were done with three separate restaurant owners in Iceland. The method that was put to use was theme analysis.
    The conclusions of this thesis were as follows: When it comes digital marketing Facebook appears to be the main pillar in the restaurant marketing although other platforms are not to be devalued. Consistency and upkeep of the character identity and freshness used alongside the word-of-mouth strategy, are still the sharpest weapons in the restaurant marketing arsenal. Restaurants seem to tie together marketing and public relations unbeknownst to themselves and therefore form a double-edged sword in their promotional strategies.

Samþykkt: 
  • 7.3.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Adam_Ottarsson_BA_Lokaverk.pdf454.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna