is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24306

Titill: 
  • Einkavæðing vatns: Vatnspólitík frá mannfræðilegu sjónarhorni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Vatnskreppa er staðreynd í heiminum í dag og hefur um 40% mannkyns ekki fullnægjandi aðgang að vatni. Af þessum sökum hefur vatn verið nefnt hin nýja olía 21. aldar. Uppi eru ýmsar hugmyndir til þess að bæta aðgang einstaklinga að vatni og hafa alþjóðlegar fjármálastofnanir (e. International financial institutions) bent á að einkavæðing á vatni sé þar hentugur kostur. Margir eru því ósammála og telja að líta eigi á vatn og aðgengi að því sem almenningseign og mannréttindi. Í þessari ritgerð verður fjallað um þessi tvö ólíku sjónarmið út frá mannfræðilegu sjónarhorni. Farið verður í einkavæðingu á vatni og þá í samhengi við þá vatnskreppu sem er í heiminum í dag og þá vatnspólitík sem hefur fylgt í kjölfarið. Einnig verður farið í sögulegar forsendur einkavæðingar á vatni og má þar einna helst nefna hnattvæðingu og nýfrjálshyggjuhugmyndir sem markað hafa stefnu alþjóðlegra stofnana líkt og Alþjóðabankans (AB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og þátttöku þeirra í vatnsiðnaðinum. Fjallað verður um einkavæðingu á vatni í tveimur löndum, Bólivíu og Tansaníu, þar sem lýst verður pólitískum, efnahagslegum og félagslegum áhrifum einkavæðingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Water shortage is one of the modern world’s major crises. 40% of the world´s population does not have adequate access to water and consequently, water has been named the oil of the 21st century. Various ideas have circulated regarding improved access to water. International Financial Institutions have pointed out that privatization of water is a suitable choice. This policy has caused much debate. It has been argued that the policy is wrong, on account of water being a public good, and access to water is a human right.
    This essay discusses the privatization of water with the water crisis that is taking place in the world today and the water politics that have followed in an anthropological context. Historical conditions of water privatization will be explored, mainly with regard to globalization and neoliberal ideas that have influenced the policies of international institutions like International monetary fund (IMF) and The World Bank (WB). The political, economic and social impact of privatization of water will be explored with two examples, one from Bolivia and the other from Tanzania.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einkavæðing vatns-Vatnspólitík frá mannfræðilegu sjónarhorni.pdf109.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna