is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24033

Titill: 
  • Íslenski lyfjaiðnaðurinn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í síbreytilegu umhverfi alþjóða lyfjamarkaðarins er mikilvægt að lyfjafyrirtæki á Íslandi nýti sér þau tækifæri sem bjóðast. Ísland á sér langa og áhugaverða sögu um lyfjaframleiðslu en fyrirmynd iðnaðarins eins og hann er í dag má rekja til lok 20. aldarinnar þegar íslenskir framleiðendur fóru að nýta sér hagstæða einkaleyfalöggjöf hér á landi til að ráðast inn á erlenda markaði. Í dag eru tímamót í lyfjaiðnaðinum á Íslandi þar sem framleiðsludeild stærsta lyfjaframleiðanda landsins, Actavis, er að yfirgefa landið en á sama tíma er annað fyrirtæki, Alvotech, að reisa hér verksmiðju undir hátæknilyfjaframleiðslu. Að því gefnu er mikilvægt að rannsaka stöðu íslenska lyfjaiðnaðarins og einnig komast að því hvað gerir Ísland að heppilegu landi fyrir lyfjaframleiðslu. Aðalmarkið verkefnisins er að rannsaka sérstöðu Íslands varðandi lyfjaframleiðslu og öðlast betri skilning á viðfangsefninu og stöðu lyfjaiðnaðarins til þess að geta spáð fyrir um framtíð iðnaðarins og lagt fram tillögur um stefnumörkun hans. Einnig er saga Íslenska lyfjaiðnaðarins rakin frá fyrstu lyfjabúð til dagsins í dag. Til að uppfylla þetta markmið er rýnt í greinar úr tímaritum og dagblöðum, skoðuð lög og reglugerðir á Íslandi og fleiri löndum, farið yfir ársreikninga Actavis og gögn frá Hagstofu Íslands, og einnig verður stuðst við viðtöl við við fólk sem þekkir vel til iðnaðarins. Einkaleyfastaðan á Íslandi getur ennþá gefið framleiðendum á samheita- og samheitalíftæknilyfjum visst forskot á samkeppnisaðila þó að þetta forskot hafi verið að minnka á síðustu árum. Einkaleyfaumhverfið á Íslandi leyfir samheitalyfjaframleiðendum að þróa og síðan koma sér upp birgðum af lyfjum, áður en einkaleyfi renna út. Lyfjaútflutningur er ein af stærstu útflutningsvörum Íslands en samheitalyfjaframleiðendur verða að laga sig að breyttum markaðsaðstæðum, einbeita sér enn frekar að framleiða færri og sérhæfðari lyf. Gríðarmikil þekking á framleiðslu og sölu samheitalyfja hefur myndast à Íslandi undanfarna áratugi. Sá mannauður gefur tilefni til að spá fyrir um bjarta framtíð lyfjaiðnaðar hérlendis.

Samþykkt: 
  • 28.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
íslenski lyfjaiðnaðurinn final.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Daði Freyr Ingólfsson.pdf25.39 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna