is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/9831

Titill: 
  • Fjármálareglur sveitarfélaga : leiðir til aðhalds í rekstri og stjórnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um fjármálareglur sem gert er ráð fyrir að verði lögfestar samkvæmt frumvarpi til nýrra sveitarstjórnarlaga. Um er að ræða tvær viðmiðanir, önnur tengis rekstrarafkomu og skyldar sveitarfélög til að ná jafnvægi eða jákvæðri niðurstöðu á milli rekstrartekna og -gjalda samstæðu A- og B-hluta á hverju þriggja ára tímabili. Hin síðari varðar skuldsetningu sveitarfélaga. Með henni verður sveitarfélögum óheimilt að skulda meira en sem nemur 150% af tekjum ársins. Tekin er afstaða til þess hvort þessar viðmiðanir séu hæfilegar við mat á fjárhagsstöðu sveitarfélaga eða líklegar til að koma í veg fyrir að þau komi sér í fjárhagsvanda.
    Helstu niðurstöður eru þær að fjármálareglurnar tvær dugi ekki óbreyttar sem viðmiðanir til að meta fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Í niðurstöðum er gerð tillaga um viðbót við jafnvægisregluna. Nauðsynlegt er að takmarka heimildir sveitarfélaga til skuldsetningar og getur 150% skuldahámark talist hæfileg viðmiðun að því gefnu að framlegð frá rekstri geti staðið undir greiðslubyrði lána í heild sinni ekki einungis fjármagnsgjöldum þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.8.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/9831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjármál_sveitarfélaga_13.5.2011.pdf868.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna