is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26903

Titill: 
  • Íþróttir, líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum : að efla faggreinina nemendum til heilla.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kostnaður til heilbrigðismála er hæsti útgjaldaliður ríkissjóðs Íslands. Í dag eru langvinnir sjúkdómar algengasta dánarorsök í heiminum. Ein leið til að hafa áhrif á þróunina eru svokölluð lýðinngrip þar sem samfélagið reynir að minnka skaðann með markvissri stefnumörkun til að hafa áhrif á bætta lýðheilsu.
    Í þessu verkefni er fjallað um faggreinina íþróttir, líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum. Skipulag og umfang faggreinarinnar var skoðað og metið hvaða leiðir séu færar til að efla fagið nemendum til heilla.
    Nýlegar rannsóknir sem hafa verið gerðar á heilsufari ungs fólks á Íslandi eru skoðaðar ásamt stefnu stjórnvalda í lýðheilsumálum. Rannsóknir sem hafa verið gerðar á ungu fólki á undanförnum árum hafa staðfest að líkamlegu ástandi þeirra er ábótavant og fer versnandi og er líklegasti orsakavaldurinn aukin kyrrseta. Stefna hins opinbera er mjög skýr og hafa Mennta- og menningarmálar- og Velferðarráðuneyti sett fram mjög metnaðarfulla stefnumörkun í lýðheilsumálum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að breyting á Aðalnámskrá framhaldsskólanna hefur gríðarlega mikið að segja um umfang og skipulag faggreinarinnar, íþróttir, líkams- og heilsurækt. Breyting á Aðalnámskrá hafði þær afleiðingar að skólarnir hafa færst enn lengra frá markmiðum hins opinbera í lýðheilsumálum. Þessi vinna hefur jafnframt leitt í ljós að lagabreytingar hafa mikil áhrif á mennta- og lýðheilsustefnu stjórnvalda.

Samþykkt: 
  • 21.2.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26903


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing _ lokaverkefni.pdf210.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Irena - Lokaverkefni.pdf2.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna