is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36159

Titill: 
  • Mikilvægi nýsköpunar í fríverslunarsamningum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Milliríkjaviðskipti hafa aukist gríðarlega á heimsvísu síðustu áratugi og eru tilkomin vegna aukningar alþjóðavæðingar og fríverslunarsamninga. Fríverslunarsamningar eru samningar milli þjóða sem minnka eða afnema viðskiptahindranir m.a. í formi tolla og kvóta á vörur sem auðveldar og eflir viðskipti milli landa. Ísland er lítið efnahagskerfi sem er háð innflutningi og byggir útflutning sinn á fáum stoðum. Til að tryggja áframhaldandi hagvöxt og stöðug lífsgæði er mikilvægt fyrir Ísland að auka útflutningsviðskipti sín og fjölga útflutningsgreinum gegnum nýsköpunarstarf. Til að nýjar útflutningsgreinar nái að vaxa og verða arðbærar eru fríverslunarsamningar ákaflega mikilvægir til að tryggja greiðan aðgang að mörkuðum og styrkja samkeppnishæfni Íslands með lækkun tolla og viðskiptakostnaðar. En til að útflutningsvara njóti tollafrelsis eða tollalækkunar í viðskiptalöndum Íslands þarf ríkisstjórn að semja sérstaklega um þær vörur þegar samningsviðræður fríverslunar eru yfirstandandi.
    Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvert mikilvægi nýsköpunar er í fríverslunarsamningum og hvort að íslensk stjórnvöld séu meðvituð við gerð fríverslunarsamninga um þá nýsköpun sem er í landinu. Framkvæmd rannsóknarinnar fól í sér beitingu eigindlegrar aðferðafræði með notkun hálfstaðlaðra djúpviðtala. Tekin voru viðtöl við tíu aðila sem starfa hjá íslenskum ráðuneytum og ríkisstofnunum, íslenskum einkareknum fyrirtækjum og stofnunum úr nýsköpunarumhverfi Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnvöld hafa verið framsýn í gerð fríverslunarsamninga, hafa haft mikil samskipti við atvinnulífið og kallað eftir sérstökum hagsmunum og reynt að innleiða þær kröfur inn í samningsviðræður.

Samþykkt: 
  • 15.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mikilvægi-nýsköpunar-í-fríverslunarsamningum-lokaskjal.pdf995.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna