is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/40281

Titill: 
  • Skuldsetning íslenskra fyrirtækja: áhrifaþættir og þróun á árunum 2013-2018
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi nær til um 65 þúsund fyrirtækja á tímabilinu 2013-2018 og skiptist hún í tvo hluta. Í fyrsta hlutanum er dregin fram lýsandi mynd af fyrirtækjunum og þróun helstu rekstrarstærða þeirra yfir tímabilið 2013-2018. Þá er gerð greining á fjármagnsskipan þeirra og greiðsluhæfi. Á heildina litið vænkast fjárhagsleg staða fyrirtækja á Íslandi á tímabilinu þó svo að breytileiki sé milli atvinnugreina. Undir lok tímabilsins má sjá vísbendingar um að halla fari undan fæti.
    Síðari hluti rannsóknarinnar snýr að áhrifaþáttum skuldsetninga hjá íslenskum fyrirtækjum. Þá var gerð margvíð aðhvarfsgreining á úrtakinu þar sem áhrif aldurs, arðsemi, stærðar og fastafjármunahlutfalls á skuldsetningu voru skoðuð auk áhrif ytri þáttanna vaxta, gengis og væntinga til efnahagslífsins. Þá er einnig gerð athugun á því hvort ákveðnir eiginleikar bundnir við atvinnugreinar hafi áhrif á skuldsetningu og framkvæmd aðhvarfsgreining á hvern atvinnuvegaflokk fyrir sig til að kanna hvort áhrif breytanna séu misjöfn eftir atvinnugrein. Niðurstöðurnar sýna skýr áhrif innri breytanna á heildarskuldsetningu; neikvæð áhrif aldurs, arðsemi og stærðar en jákvæð áhrif fastafjármuna. Áhrif ytri breytanna á heildarskuldsetningu voru ekki marktæk en sé skuldsetning brotin niður í skammtíma- og langtímaskuldsetningu eða eftir atvinnugrein höfðu breyturnar í sumum tilfellum marktæk áhrif.

Samþykkt: 
  • 6.1.2022
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/40281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf189.48 kBLokaðurPDF
MS_Skuldsetning Fyrirtækja_KRG lokaskil.pdf2.28 MBOpinnPDFSkoða/Opna