is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36788

Titill: 
  • "Með hugann við efnið" : starfendarannsókn um málörvun ungra barna
  • Titill er á ensku „Focus on the matter at hand” : action research on language stimulation with toddlers in kindergarten
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar starfendarannsóknar er að þróa starfshætti mína með það að markmiði að bæta færni mína í málörvun yngstu barnanna í leikskólanum. Meginumfjöllunarefnið er málþroski og málörvun barna frá fæðingu til þriggja ára aldurs. Fjallað er um þróun málskilnings og máltjáningar og þá þætti sem barn þarf að ná tökum á til að verða farsæll málnotandi. Þá er fjallað um málörvun í leikskólastarfi og lögð áhersla á sameinaða athygli (e. joint attention) og hlustun, hljómfall tungumálsins og tónlist, orðaforða og lestur, samtöl og frásagnir. Við þessa rannsókn eru nýttar aðferðir starfendarannsókna (e. action research) og gögnum safnað á leikskólanum þar sem ég vinn. Gagnaöflun fór fyrst og fremst fram með ritun rannsóknardagbókar en einnig með viðtölum við þrjá leikskólakennara, sem allir hafa mikla reynslu af starfi með yngstu leikskólabörnunum. Í rannsóknarferlinu kynnti ég mér ýmsar aðferðir við málörvun og prófaði mig áfram í starfi með barnahópnum á leikskólanum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að með aukinni grundvallarþekkingu á málþroska ungra barna, kenningum og aðferðum, fái ég þau verkfæri sem þarf til að auka færni mína í málörvun ungra barna. En ekki síður mikilvæg niðurstaða tengist persónulegum þáttum, að ég hafi getu til að innleiða þekkinguna í daglegt starf með börnunum. Þá þarf ég einnig að vera meðvituð um nærveru mína og hlutverk öllum stundum, til þess að geta gripið þau tækifæri sem gefast í leik barnanna. Þegar börn síðan þurfa sérstakan stuðning við ákveðna þætti í málþroska þarf ég einnig að nýta undirbúningstíma vel til þess að útfæra með hvaða hætti ég geti samþætt kennsluaðferðir sem henta viðkomandi barni að leik barnsins. Það er engin ein leið að settu marki, færni mín vex samhliða þekkingu minni og fagmennsku.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this action research is to evolve my way of practice with the goal of improving my skills in language stimulation with the youngest children in kindergarten. The main topic is language development and language stimulation from birth to age three. I talk about the evolution of receptive language and expressive language and other elements that a child needs to learn to become a successful user of language. I also talk about language stimulation in kindergarten and emphasize joint attention and listening, prosody and music, vocabulary and reading, conversation and narration. In this research methods of action research were used and data was collected at the kindergarten where I work. The collection of data was mainly via writing in a field diary but I also interviewed three kindergarten teachers who have years of experience working with the youngest children in kindergarten. During the research I acquired knowledge about various methods of language stimulation and implemented them with the children at my kindergarten. The main findings are that acquiring more fundamental knowledge about language stimulation, theories and methods give me the tools I need to improve myself in language stimulation. Equally noteworthy are my individual factors; that I have the ability to implement new knowledge into my daily practices with the children. I have to be aware of my presence and my role at all times, to be able to seize the opportunities given by the children in their play. When children need special support in any aspect of their language development I must use my preparation time very well so I can sufficiently integrate teaching methods that suit that child into its own play. There is no one way to reach the goal, my skills grow alongside my knowledge and professionalism.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36788


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristínÓskÓmarsdóttir.pdf687.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
meðferð verkefnis.jpg286.44 kBLokaðurYfirlýsingJPG