is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36737

Titill: 
  • Tungumálakennsla í grunnskólum : fjölbreytni í kennsluháttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til fullnaðar B.Ed gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Höfundar eru tveir og voru faggreinakennsla með dönsku og upplýsingatækni þeirra kjörsvið. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort kennarar í dag séu að nýta sér upplýsingatækni, leik og sköpun í kennslu og hvort þeir telji að það hafi áhrif á áhuga nemenda. í ljós kemur að kennarar eru svolítið bókamiðaðir og finnst kennslan einhæf. Einnig kemur fram að allir eru kennararnir jákvæðir fyrir því að nýta upplýsingatækni, sköpun og leiki í kennslunni þó svo að ekki geri þeir mikið af því. Rannsóknin var eigindleg þar sem hún samanstóð af fjórum hálf- opnum einstaklingsviðtölum. Notast var við sjálfboðaliðaúrtak þar sem þótti mikilvægt að fá mismunandi sjónarhorn þátttakenda. Niðurstaða rannsóknar okkar gefur í skyn að kennara langar að nýta sér fjölbreyttar kennsluaðferðir við tungumálakennslu en gera samt ekki nóg af því. Kennarar þyrftu að vera öruggari með sínar ákvarðanir og þora að prófa eitthvað nýtt. Þessi rannsókn getur þó ekki gefið nægjanlega góða mynd svo hægt sé að alhæfa okkar niðurstöður og væri því gaman að gera viðameiri rannsókn í þessum efnum þar sem þátttakendur í rannsóknini voru einungis fjórir.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
margrét og halla bakkalárverkefni 2019.pdf480.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf232.21 kBLokaðurYfirlýsingPDF