is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/26112

Titill: 
  • „Það rata allir heima hjá sér.“ Viðhorf starfsmanna til skjalastjórnar og skjalastjórnarkerfis hjá opinberri stofnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu starfsmanna opinberrar stofnunar til skjalastjórnar og hvernig þeir notuðu rafrænt skjalastjórnarkerfi hennar. Að auki var leitast eftir því að fá innsýn inn í hvernig skjalastjórn nýttist þeim í starfi sínu og hversu vel þau vinnubrögð sem þeir höfðu tamið sér samræmdust verklagsreglum stofnunarinnar. Þessi rannsókn var tilviksathugun á einni opinberri stofnun. Við gerð hennar voru notaðar eigindlegar rannsóknaraðferðir og byggt var á vinnubrögðum grundaðrar kenningar. Átta opin og hálf-stöðluð viðtöl voru tekin auk þess sem tvær þátttökuathuganir voru framkvæmdar. Stuðst var við markvisst úrtak við val á þátttakendum.
    Helstu niðurstöður sýndu að flestir viðmælendur voru jákvæðir í viðhorfi sínu til skjalastjórnar og fannst hún þarfur hluti af starfsemi stofnunarinnar. Hins vegar kom fram að bæta þyrfti fræðslu til starfsmanna og skerpa á verklagsreglum stofnunarinnar hvað varðaði skjalastjórn. Öllum viðmælendum fannst vistunarmöguleikar vera of margir og töldu þarafleiðandi endurheimt gagna vera erfiðari en hún ætti að vera. Þær ályktanir voru dregnar að nauðsynlegt væri að klára skjalavistunaráætlun stofnunarinnar, sem og að skýra ábyrgðarhlutverk innan hennar sem vörðuðu skjalastjórn.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this research paper was to explore attitudes and experience among employees of a public institution towards records management, and how they were using the institution's electronic records management system (ERMS). Moreover, the aim was to acquire insight into how records management applied to their everyday work, and how well their work methods reflected the institution's rules and procedures. This research was a case study performed on a single public institution. It was conducted using qualitative research and based on the methodology of grounded theory. Eight open semi-structured interviews were taken, along with two participant observations. The participants were chosen using purposeful sampling.
    Findings showed that most participants had a positive attitude toward records management and considered it a necessary part of the institution's activity. However, it came to light that, in terms of records management, employee instruction needed improvement and institutional procedures needed to be reviewed and clarified. All interviewees felt there were too many options for saving data and as a result found data retrieval to be more difficult than it should be. The conclusions were drawn that the institution's general records schedule must be completed, and that key roles concerning records management within the institution needed to be clarified.

Samþykkt: 
  • 13.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/26112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oddfridur_MLIS_2016_lokautgafa.pdf596.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Oddfríður.pdf319.97 kBLokaðurYfirlýsingPDF