is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25910

Titill: 
  • Táknaspilið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágrip
    BA-verkefni þetta er málörvunar- og félagsfærnispil þar sem unnið er út frá Tákn með tali, fyrir tveggja til sex ára börn og sérstaklega hugsað fyrir þau sem hafa annað móðurmál en íslensku. Spilið kallast Táknaspilið og getur nýst fleiri hópum sem þurfa á óhefðbundnum tjáskiptum að halda, hvort sem það eru börn eða fullorðnir. Spilinu fylgir leiðbeiningabæklingur og greinargerð. Markmið spilsins er að efla málþroska og félagsfærni barna með annað móðurmál en íslensku og auka notkun Tákn með tali í leikskólum. Við þróun þess var eigindlegri rannsóknaraðferð beitt með áherslu á opin viðtöl við tvo einstaklinga, talmeinafræðing og spilasérfræðing, sem hafa mikla reynslu á sínu sviði. Þrír leikskólar tilraunakenndu spilið og var notaður opinn spurningalisti til að safna gögnum frá þeim. Notast var við hentugleikaúrtak við val á viðmælendum og leikskólum. Niðurstöður könnunnar gefa til kynna að Táknaspilið sé skemmtilegt og margþætt með fallegum og mildum myndum sem vakið hafi áhuga hjá börnunum og að það ætti vel heima í spilaflóru leikskólanna.

Samþykkt: 
  • 1.9.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-verkefni.pdf1.96 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skanni_20160510 (3).png733.38 kBLokaðurYfirlýsingPNG