is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32270

Titill: 
  • „Láttu það enda á búningnum“: Upplifun flugfreyja af starfi sínu og samþættingu vinnu og fjölskyldulífs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á sviði ferðamálafræða er talsverður skortur á rannsóknum á upplifun starfsfólks í ferðaþjónustu og sérstaklega er vöntun á rannsóknir með áherslu á konur. Þessari ritgerð er ætlað að varpa ljósi á kvenkyns starfsmenn í ferðaþjónustu sem jafnframt er viðfangsefni ritgerðarinnar. Gott jafnvægi vinnu og fjölskyldulífs er ein forsenda að hamingju fólks og markmið þessarar rannsóknar er að leita skilnings á upplifun flugfreyja af samþættingu vinnu og fjölskyldulífs. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl við flugfreyjur sem eru mæður barna á leikskólaaldri. Niðurstöður viðtala leiddu í ljós að á heildina litið gengur þeim vel að samþætta vinnu og fjölskyldu líf en gott bakland og stuðningur nánustu aðstandenda spila þar lykilhlutverk. Helstu áskoranir starfsins eru óreglulegir vinnutímar sem getur haft mikil áhrif á líkamlega og andlega líðan þeirra. Starf þeirra felur einnig í sér töluverða tilfinningavinnu sem getur í sumum tilfellum valdið þeim streitu. Flugfreyjurnar voru allar ánægðar í starfi sínu það kom fram að bæta mætti fyrirkomulag vakta til þess að auðvelda þeim að samþætta vinnu og fjölskyldulíf og gera starfið fjölskylduvænna.

  • Útdráttur er á ensku

    In the field of tourism studies there is a considerable lack of research with the focus on employees and on women. The subject of this essay is to cast a light on female employees in the tourism industry. Successful work-life balance is important for people’s happiness and the goal of this research is to investigate how female flight attendants with young children experience work-life balance. A qualitative research method was conducted where three flight attendants, all mothers of young children, were interviewed. The results indicate that overall, they manage to maintain a successful work-life balance, but good support from their family and relative is very important. The biggest challenge they face in their field of work are irregular working hours which can affect their physical and mental health. Their job includes considerable amount of emotional labor, which can cause them stress. The flight attendants were happy in their job but feel that improvements could be made to the flight scheduling to help them achieve better work-life balance.

Samþykkt: 
  • 25.1.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-OddnyArnold-lokaeintakpdf.pdf879.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsingpdf.pdf397.25 kBLokaðurYfirlýsingPDF