is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5225

Titill: 
  • Hermir verðmyndun ítalskra verðbréfa eftir safnakenningunni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjármálamarkaður Ítalíu, skoðaður sex ár aftur í tímann er meginefni þessa ritgerðar. Fjallað er um fjármálakenningar sem kenndar eru við stýringu eignasafna til að leggja mat á virði verðbréfa og eignasafna. Þessar kenningar eru safnakenningin (e. Modern Portfolio Theory) eftir Harry Markowiz, CAPM (e. Capital Asset Pricing Model) þróað af William Sharpe, John Litner og Jan Mossin og Black-Litterman módelið, hannað af Ficher Black og Robert Litterman. Verðbréf eru metin út frá sjónarhóli fjárfestis, en til þess er beitt safnakenningu Markowiz og CAPM módeli Sharpe.
    Rannsóknin snýr að verðmyndun ítalskra verðbréfa á tímabilinu 2004-2010 og hvort sú verðmyndun hermir eftir safnakenningunni. Niðurstöður endurspegla þá miklu áhættu sem fylgdi fjárfestingum á tímabilinu þar sem alþjóðlega fjármálakreppan setti fjármálamarkaði heimsins á annan endann. Ítalskur fjármálamarkaður var engin undantekning og verðbréfamarkaðurinn hermir vel eftir safnakenningunni um skilvirkt eignasafn með tillit til áhættu og væntrar ávöxtunar. Niðurstöður endurspegla það efnahagslega umhverfi sem einkenndi tímabilið.
    Ritgerðin fjallar einnig um fjármálaumhverfi á Ítalíu. Starfsemi kauphallar er lýst auk þess gert grein fyrir hlutabréfum og skuldabréfum sem standa fjárfestum til boða.
    Aflað var sögulegra gagna um hlutabréfaverð og þau keyrð með solver og VBA viðbót við Excel til útreiknings. Út frá þeim gögnum voru smíðuð framföll og skilvirkasta eignasafnið myndað.

Samþykkt: 
  • 12.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5225


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs_ritgerð_FabioPassaro.pdf627.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna