is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36752

Titill: 
  • „Í lokin þá öskra allir miklu hærra” : upplifun þátttakenda Stelpur rokka! af tónlistarsköpun og valdeflingu í öruggari rýmum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Konur hafa lengi staðið höllum fæti innan tónlistarsenunnar og vöntun hefur verið á kvenfyrirmyndum. Óhætt er þó að segja að sýnileiki kvenna sé að aukast og má telja líklegt að femínísku sjálfboðaliðasamtökin Stelpur rokka! hafi haft einhver áhrif þar á hér á landi. Samtökin styðja við fjölbreyttar fyrirmyndir og bjóða upp á tómstundastarf þar sem unnið er með tónlistarsköpun og valdeflingu. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl tónlistarsköpunar á valdeflingu kvenna í öruggari rýmum innan samtakanna Stelpur rokka!. Rannsóknin byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum og var gögnum aflað með viðtölum við fimm viðmælendur. Allar áttu þær það sameiginlegt að hafa verið þátttakendur í Stelpur rokka!. Viðtölin voru tekin í marsmánuði árið 2020 og þau þemagreind. Í fræðilegum bakgrunni rannsóknar verður farið yfir þau hugtök sem máli skipta í umfjöllun þessa viðfangsefnis líkt og tómstundir, mótun sjálfsmyndar og hlutverk leiðbeinenda. Sérstök áhersla er lögð á að skoða áhrif þátttöku hjá Stelpur rokka! á valdeflingu og viðhorfsbreytingu kvenna til tónlistarsköpunar, bæði út á við og inn á við. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að þátttaka hjá Stelpur rokka! hafði jákvæð og fjölþætt áhrif á sjálfsmynd viðmælenda, trú þeirra á eigin getu og viðhorf til kvenna í tónlist almennt. Enn fremur kom í ljós að aðferðir hljómsveitarstýra Stelpur rokka! stuðli að valdeflingu og hvetji þátttakendur til að láta í sér heyra. Af því má telja áhrifamátt samtakanna Stelpur rokka! nokkuð mikinn og framlag þeirra til samfélagsins mikilvægt fyrir jafnréttisbaráttu.

Samþykkt: 
  • 1.7.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stelpur_rokka_BA_Kria_og_Sædis.pdf421.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_Sædís og Kría.pdf236.94 kBLokaðurYfirlýsingPDF