is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6284

Titill: 
  • Ívilnanir hins opinbera til beinna erlendra fjárfestinga á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um mikilvægi innflæðis erlendrar fjárfestingar á Íslandi, en sú umræða hefur aukist verulega í kjölfar efnahagskreppunnar sem nú gengur yfir. Kreppan hefur valdið því að innlend fjárfesting er í algjöru lágmarki og því er horft til erlendra aðila til að veita þá innspýtingu fjármagns sem þarf til að örva og endurreisa efnahagslífið. Til þess að laða að erlenda fjárfesta þarf að draga úr ýmsum takmörkunum sem hindra beina erlenda fjárfestingu bæði á lagagrundvelli og í efnahagsumhverfinu. Þróað hagkerfi, frjálsræði í atvinnulífinu, vel menntað vinnuafl og framleiðin fyrirtæki eru allt eiginleikar sem auka gleypnigetu gestgjafalands. Þegar þessir eiginleikar eru til staðar er ekki skynsamlegt að takmarka erlenda fjárfestingu.
    Nýlega hefur verið samþykktur á Alþingi lagarammi um ívilnanir til nýfjárfestinga á Íslandi. Í lögunum er fjallað um undanþágur frá takmörkunum á atvinnurekstur erlendra aðila og ívilnanir til innlendra sem og erlendra nýfjárfestinga. Með þessum lögum er ákveðin stefnubreyting af hálfu íslenskra stjórnvalda varðandi aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja og reyna á að laða að beina erlenda fjárfestingu í auknum mæli. Ekki er hægt að réttlæta ívilnanir til beinnar erlendrar fjárfestingar á þeim rökum að Ísland eigi í samkeppni við önnur lönd. Aðeins er hægt að réttlæta ívilnanir til beinnar erlendrar fjárfestingar þegar ytri áhrif valda því að þjóðhagslegur ávinningur er ekki hámarkaður.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS loka.pdf481.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna