is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16004

Titill: 
  • Þú getur skipt máli! : leiðarvísir fyrir foreldra barna sem æfa íþróttir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Foreldrar geta verið mestu áhrifavaldar í lífi barna sinna og helstu fyrirmyndir þeirra. Í þessu lokaverkefni verður reynt að sýna fram á mikilvægi foreldra þegar barn æfir íþróttir. Með þessu verkefni fylgir bæklingur en í honum er hægt að finna fræðslu til foreldra um hver áhrif þeirra geta verið og hvernig þeir geta stutt við barnið sitt á meðan það æfir íþróttir. Auk þess koma fram þau hlutverk sem þeir geta tekið að sér og sýnt verður fram á hversu mikilvæg þátttaka foreldra getur verið fyrir barn sem æfir íþróttir. Þá verða sett fram leiðbeiningar um hvernig foreldrar geta nýtt hvatningu og hrós í garð barnanna. Einnig verður gert grein hvernig samskipti foreldra við þjálfara, dómara og aðra foreldra geta farið fram. Í lokin verður farið yfir hversu stórt hlutverk foreldrar geta haft í forvörnum fyrir börn sín. Ég valdi að fjalla um þessa flokka því að þeir geta verið mikilvægir fyrir foreldra svo að þeir geti stutt við barn sitt og þannig gefið því jákvæðar og skemmtilegar upplifanir af íþróttaumhverfinu. Eftir gerð á þessu lokaverkefnu má túlka að foreldrar geta verið aðilarnir sem hafa sem mestu áhrif á íþróttaiðkun barna sinna, hvort sem það er val á íþróttagrein, ákefð á meðan keppni stendur eða upplifun af þátttöku sinni. Ég tel að þessi bæklingur hafi sérstöðu hér á landi, því það er ekki til nein sambærilegur bæklingur sem hefur verið gefin út. Ég ætla að gefa hann út og koma honum þannig í íþróttahreyfinguna og til foreldra.

Samþykkt: 
  • 15.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þú getur skipt máli!-Unnur Ýr.pdf403.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Þú getur skipt máli!Bæklingur-Unnur Ýr.pdf6.32 MBLokaður til...31.05.2133BæklingurPDF