is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Þjóðarspegill Félagsvísindastofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19984

Titill: 
  • Hvað ræður för um starfsval og þróun þroskaþjálfanáms á Íslandi og í öðrum háskólum Evrópu?
Útgáfa: 
  • Október 2014
Útdráttur: 
  • Þroskaþjálfar ganga ýmist undir heitinu social educators eða social pedagouges í löndum Evrópu. Hugtakið social education er það heiti sem alþjóðasamtök þroskaþjálfa AIEJI nota yfir faggreinina þroskaþjálfafræði líkt og lönd Suður-Evrópu gera. Í flestum löndum er þroskaþjálfafræði nú kennd til BA-gráðu og í mörgum tilfellum jafnframt til meistara- og doktorsgráðu. Í skrifum fræðimanna sem hafa rannsakað þetta fræðasvið kemur fram að flutningur menntunar þroskaþjálfa á háskólastig, ákvæði Bolognaferlisins og alþjóðlegir mannréttindasáttmálar hafa verið mikilvægir breytingakraftar á alþjóðavísu í þeirri þróun að skapa fræðigreininni traustari sess. Rannsóknin sem hér er kynnt er hluti af langtímarannsókn sem hófst árið 2013 og beinir sjónum að þýðingu alþjóðlegs samstarfs fyrir framþróun þroskaþjálfafræða hérlendis. Hér eru borin saman kjarni sérfræðiþekkingar þroskaþjálfanáms nokkurra háskóla í Evrópu, þar á meðal Íslandi með áherslu á helstu áhrifavalda. Rannsóknarspurningin sem lögð er til grundvallar er eftirfarandi: Undir hvers konar störf er verið að búa nemendur í þessum háskólum og á hvaða fræðilegum stoðum byggir sérfræðiþekkingin sem lögð er til grundvallar starfsréttindum þeirra? Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig skírskotað er til uppruna, starfshlutverks, starfsvettvangs, notendahóps og fræðilegra stoða. Rannsóknin er unnin samkvæmt eigindlegri rannsóknarhefð og rannsóknaraðferð innihaldsgreiningar á viðtölum, fræðilegum skrifum og kennsluskrám.

Birtist í: 
  • Þjóðarspegillinn XV: Rannsóknir í félagsvísindum. Félags- og mannvísindadeild
ISBN: 
  • 978-9935-424-18-1
Samþykkt: 
  • 30.10.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19984


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað ræður för um starfsval_Félags- og mannvísindadeild.pdf571.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna