is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/27025

Titill: 
  • Þjóðskjalasafn Íslands sem eftirlitsstofnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður eftirlitshlutverk Þjóðskjalasafns Íslands skoðað en samkvæmt lögum nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn gegnir safnið veigamiklu eftirlitshlutverki með að hafa eftirlit með skjalavörslu og skjalastjórn eftirlitsskyldra aðila til að tryggja að varðveislu þjóðarsögunnar sem og mikilvæg réttindaskjöl einstaklinga. Þá verður kannað hvernig Þjóðskjalasafn uppfyllir þetta hlutverk sitt og hvort starfshættir safnsins hvað eftirlitið varðar sé í samræmi við viðmið um eftirlitsstofnanir, annars vegar skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og hins vegar skýrslu vinnuhóps forsætisráðuneytisins um eftirlitsstofnanir.
    Í upphafi er farið stuttlega yfir sögu Þjóðskjalasafns, lagaleg stöðu þess og hvernig safnið hefur sinnt eftirlitshlutverki sínu hingað til og verður í því skyni stuðst við þær skýrslur sem Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út um eftirlit sitt og kannanir sem safnið hefur staðið fyrir um skjalavörslu eftirlitsskyldra aðila. Í fræðilegri umfjöllun er fjallað um þau hugtök og kenningar sem taldar eru varpa ljósi á tengsl og samskipti Þjóðskjalasafns sem eftirlitsstofnun við eftirlitsskylda aðila sína. Þá er umfjöllun um árangursmælingar en þær eru mikilvægur þáttur í mati á frammistöðu stofnana. Að lokum er umfjöllun um þær tillögur sem vinnuhópur, skipaður af forsætisráðuneytinu, skilaði af sér um eftirlitsstofnanir sem og leiðarvísi gefinn út af OECD um eftirlitsstofnanir sem síðan er notaður í greiningu á eftirliti Þjóðskjalasafns. Í næsta kafla er lagt mat á hvernig Þjóðskjalasafn Íslands sinnir eftirlitshlutverki sínu út frá þeim viðmiðum sem lögð voru fram. Í framhaldi af því eru lagðar til ýmsar úrbætur og að lokum er fjallað um mælitæki sem höfundur hefur þróað til árangursmælingar og að auðvelda eftirlit Þjóðskjalasafns Íslands.
    Meginniðurstaða ritgerðarinnar er sú að Þjóðskjalasafn hefur unnið að ýmsum þáttum sem hjálpa til við eftirlitshlutverk þess án þess þó að hafa stigið skrefið til fulls og komið á fót skilvirku og skipulögðu eftirliti.

Samþykkt: 
  • 27.4.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/27025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA_Helga_Jona_Eiriksdottir.pdf544.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HJE_yfirlysing.jpg219.45 kBLokaðurYfirlýsingJPG