is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/37054

Titill: 
  • Bók verður ekki til úr engu. Nokkrar grunnhugmyndir í skáldverki Búlgakovs, Meistarinn og Margaríta, og uppsprettur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rætur skáldverksins Meistarinn og Margaríta eftir rússneska rithöfundinn Mikhaíl Búlgakov liggja víða. Hér eru helst kannaðar þær sem koma úr ritverkum og blaðagreinum sem höfundur þekkti, t.d. leikritinu Fást eftir Goethe, en þaðan eru að einhverju leiti persónur og persónusköpun, t.d. Wolands, meistarans og Margarítu. Í Fást eru einnig nornir og nornasamkomur, svo og í bók Búlgakovs.
    Rit ýmissa 19. aldar höfunda sem rannsökuðu Biblíuna á gagnrýninn hátt, ásamt eigin Biblíuþekkingu og fleiru, gáfu Búlgakov innblástur til að endurskrifa píslarsögu Krists, og birtist hún sem höfundarverk meistarans í skáldverki Búlgakovs.
    Á þeim tíma sem verkið var í mótun voru efasemdir um trúarleg efni viðteknar í Sovétríkjunum. Saga Búlgakovs hefst á einmitt slíkum umræðum þar sem því er slegið fram að Kristur hafi aldrei verið til, og vitnað í því skyni í fornar heimildir, sem Aleksander Zerkalov hefur rannsakað og borið saman við texta Búlgakovs.
    Symbólismi var ráðandi stefna í Rússlandi um og upp úr aldamótunum 1900 og rann sitt skeið í nýstofnuðum Sovétríkjunum. Gera má ráð fyrir, þó ekki sé það vitað með vissu, að Búlgakov hafi þekkt mörg verka symbólista, þar á meðal skáldsins Brjúsovs, og er rætt um tvö þeirra sem fjalla um Satan í einhverri mynd. Symbólistar voru hallir undir dulspekileg fræði og ófu þau oft í verk sín, og virðist svo einnig vera í Meistaranum og Margarítu, en þau áhrif koma þó víðar að.

Samþykkt: 
  • 11.9.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/37054


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Pálsdóttir BA.pdf563.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir skemmu.pdf236.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF