is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35391

Titill: 
  • Ástir og hjónabönd í Kantaraborgarsögum: Valdefling miðaldakonunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kantaraborgarsögur eftir enska skáldið Geoffrey Chaucer voru skrifaðar undir lok fjórtándu aldar. Verkið segir frá pílagrímum sem eru á leiðinni að gröf Tómasar Beckett. Til að stytta sér stundir ákveða þeir að halda keppni um hver getur sagt bestu söguna. Í þessari ritgerð verður fjallað um fjórar sögur úr verkinu en þær eru Saga konunnar frá Bath, Saga skólamannsins, Saga kaupmannsins og Saga bóndans en einnig verður Formáli konunnar frá Bath tekin fyrir. Þessar sögur eiga það sameiginlegt að fjalla um hjónabönd en megináhersla verður lögð á að finna út hver hinn raunverulegi valdhafi hjónabandsins er í þessum sögum. Ásamt því verður skoðað hvernig birtingarmyndir kúgunar og valds koma fram. Í sögunum má finna margskonar tegundir valds af hálfu karla og kvenna en þar má nefna líkamlegt vald, vitsmunalegt vald og sálfræðilegt vald. Sögumennirnir fjórir eru allir með sínar eigin persónulegu skoðanir á hjónabandi en þeim er öllum gefið fullt vald innan textans óháð kyni og samfélagslegri stöðu. Sögurnar fjórar kanna því allar hliðar hjónabanda, þær jákvæðu, neikvæðu, ónærgætnu og jafnvel þær siðlausu.

Samþykkt: 
  • 18.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35391


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlysing - Hrafnhildur Rafnsdottir.pdf241.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BA_Ritgerð_Hrafnhildur_Rafnsdóttir.pdf406.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna