is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28774

Titill: 
  • Economic impact factors regarding the Arctic region : cross impact study via the Delphi method
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi miðar að því að skoða nánar efnahagslega áhrifaþætti sem þegar hafa verið skilgreindir í tengslum við Norðurskautsmál og íslenskan efnahag. Tilgangurinn er að þróa leiðir til að móta ákvörðunarlíkan sem varpa mun ljósi á hvernig vaxandi umsvif á Norðurskautinu munu hafa áhrif á efnahagslíf Íslands. Verkefni þetta er liður í stærri rannsókn á vegum CORDA (Centre of Risk and Decision Analysis) sem er undir Tækni og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Rannsóknarverkefnið nefnist; “A decision model for strategic planning in the Arctic region” (DMA).
    Fyrri verkefni undir DMA hafa skilgreint efnahagslegar breytur og áhrifaþætti með viðtölum við sérfræðinga á sviði Norðurskautsmála og með internet könnunum. Þessar breytur mynda flókið kerfi krossáhrifa sem nauðsynlegt er að skoða nánar. Byggt er á fyrri rannsóknum og þær notaðar sem grunnur til að framkvæma Delphi könnun og skoða kross áhrif milli breyta sem þegar hafa verið skilgreindar. Átta breytur voru valdar í þessum tilgangi. Sóst var eftir áliti sérfræðinga og þátttöku þeirra í internet könnun. Sérfræðingar voru beðnir um að meta kross áhrif milli breyta á 7 punkta skala með gildi á bilinu +3 til -3. Hæsta gildið stendur fyrir mjög jákvæð áhrif og lægsta gildið fyrir mjög neikvæð áhrif. Könnunin var framkvæmd í tveimur umferðum, eins og Delphi aðferðin segir til um, til að stuðla að auknu sammæli meðal þátttakanda um kross áhrifin.
    Niðurstöður benda til að sérfræðingar hafi ólíkar skoðanir um breytur og áhrif þeirra á milli, þó að nokkuð sammæli hafi náðst í seinni umferð könnunarinnar. Í sumum tilfellum voru sérfræðingar mjög sammála en í öðrum tilfellum birtist allur skalinn af skoðunum í svörum þeirra. Ólíkar skoðanir og svör benda til að aukin óvissa fylgi þeim breytum og breytupörum sem það á við um. Á niðurstöðum má einnig sjá hversu krefjandi og þreytandi Delphi og krossáhrifa kannanir geta verið fyrir álitsgjafa. Hins vegar eru þær nauðsynlegar til að öðlast skilning í málefnum þar sem aðrar leiðir til upplýsingasöfnunar liggja ekki fyrir.

  • Útdráttur er á ensku

    This study aims to investigate predefined economic parameters, relating to the Arctic region and Icelandic economy, to aid in the construction of a decision model for the Arctic region. The research is a part of a larger research program named; “A decision model for strategic planning in the Arctic region” or DMA. The program is arranged by the Centre of Risk and Decision Analysis (CORDA) which is a research hub within The School of Science and Engineering at Reykjavik University.
    Former studies within the program have identified economic parameters through expert interviews and internet surveys. These parameters are interdependent and to construct a decision model these dependencies must be assessed. Building on the foundation of former studies the Delphi method was employed along with the cross-impact method to shed light on the interconnections of eight of these parameters. Experts on the subject were sought out and asked to estimate the cross impacts between parameters on a 7-point scale ranging from +3 to -3 or from a significantly positive impact to a significantly negative impact. Conforming to the Delphi method two rounds of the survey were conducted to gather consensus on the cross impacts.
    The findings of the research suggest that diverse views are on the impacts between parameter pairs although a consensus was reached in the second round of the survey. In some instances, level of agreement was high while other estimations had a wide range of responses. The diversity in answers conveys a higher level of uncertainty regarding those parameters and pairs of events as opposed to others. It is also implied by the survey how taxing the Delphi and cross-impact methods are regarding expert involvement. However, when data is scarcely available these methods provide significant insight.

Samþykkt: 
  • 31.8.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Economic Impact Factors Regarding the Arctic final.pdf3.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna