is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22973

Titill: 
  • Vorverkefnið Barnabær : áhrif þess á samstarf heimila og skóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að athuga hvort að vorverkefnið Barnabær hafi aukið samstarf heimila, skóla og nærsamfélags. Rannsóknarspurningin sem lögð var til grundvallar er: Hvaða áhrif hefur Barnabær haft á samstarf heimila, skóla og samfélags?
    Barnabær er vorverkefni í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Það hefur verið sett upp á hverju vori síðan 2011. Þá er skólanum breytt í fríríki þar sem allir nemendur skólans, starfsfólk, foreldrar og aðrir áhugasamir eru ráðnir í vinnu í eina viku. Vinnustöðvarnar eru fjölbreyttar, allt frá föndri og afþreyingu upp í matseld og viðgerðir. Síðasta daginn er skólinn opinn almenningi þar sem afurðir vikunnar eru seldar.
    Farsælt samstarf heimila og skóla er til mikilla hagsbóta fyrir nemendur. Í þessari rannsókn var stuðst við líkan Epstein um samstarf fjölskyldu, skóla og samfélags. Líkanið hentar vel til að greina áhrif og hlutverk Barnabæjar í þeirra tengslamynd sem draga má upp af fjölskyldum barna í skólanum, skólanum sjálfum og nærsamfélaginu þar. Fjölgreindakenning Gardners og kenningar Deweys um að skólinn sé samfélagið í smækkaðri mynd renna stoðum undir að verkefni eins og Barnabær geti haft verulega jákvæð áhrif á nám og kennslu við skólann.
    Rannsóknin var eigindleg og tekin voru viðtöl við frumkvöðla Barnabæjar, skólastjórnanda, kennara og foreldra. Einnig var leitað annarra gagna sem við koma Barnabæjarverkefninu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bæði foreldrar og skólinn telja að samstarf hafi aukist með tilkomu Barnabæjar en vilja báðir aðilar jafnframt að það verði meira. Einnig kom fram að foreldrar og skólinn vilja fá nærsamfélagið meira inn í Barnabæ, þar er átt við eldri borgara og fyrirtæki á Eyrarbakka og Stokkseyri, því þar sé auðlind sem þurfi að nýta. Með því að fá fleiri inn í verkefnið aukist enn möguleikar á fjölbreyttum kennsluháttum. Í niðurstöðum má einnig sjá að Barnabæjarverkefnið hefur vakið athygli þorpsbúa á Eyrarbakka og Stokkseyri ásamt því að áhugi á verkefninu hefur aukist í skólasamfélaginu nær og fjær.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of my research project was to examine whether the spring project Kids’ Town (Barnabær) has resulted in increased family-school-community partnership. The question that this research seeks to answer is: What impact does the project Kids’ Town have on collaboration between family, school and community?
    Kids’ Town is a spring project run by the elementary school at Eyrarbakki and Stokkseyri. It has been run each spring since 2011. The school is changed into a simulated free state where all students, school staff, parents and other interested parties are hired for a week. Work stations are varied, ranging from arts and crafts, entertainment, to cooking and repair work. On the last day of the week the school is open to the public and the products produced are sold.
    Successful cooperation between home and school provides great benefits for students. This study is based on Epstein’s family-school-community partnership model. The model is well-suited for analyzing the impact and role of the Kids’ Town with regards to the relationship map that can be drawn up between the families of children in school, the school itself and the local communities. Gardner’s theory of multiple intelligences, and Dewey’s theory of school as an embryonic community life, underpin the project as Kids’ Town can have a significant positive impact on teaching and learning at the school.
    This research is qualitative. Interviews were taken with pioneers of Kids‘ Town, school administrator, teacher and parents. Also other data was collected regarding Kids‘ Town.
    The results show that both the parents and the school believe that cooperation has increased with the introduction of the Kids’ Town project, but both parents and the school would like to take this collaboration further. It was also noted that parents and the school would like to get the local community more involved in the Kids’ Town project, in particular the senior citizens and local businesses in the villages Eyrarbakki and Stokkseyri; those resources need to be harnessed within the project. In getting more parties involved with the project, the opportunities for utilizing more diverse teaching methods are increased. The research also demonstrates how the Kids’ Town project has attracted the attention of the villagers in Eyrarbakki and Stokkseyri, as well as an interest in the school community both near and far.

Samþykkt: 
  • 21.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22973


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal-Tilbuid.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna