is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31168

Titill: 
  • Aðfaranótt : leiðin að leiktúlkun í gegnum röddina og raddvinnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð til B.A. náms í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Fjallað er um ferlið í útskriftarverkefni leikara, Aðfaranótt eftir Kristján Þórð Hrafnsson, sem sýnt var í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í maí 2018, frá fyrsta samlestri og fram yfir sýningar. Skoðað er hvaða aðferðum var beitt í greiningu á verkinu, í karaktersköpun og í leiktúlkuninni. Aðferðir Michael Chekhov sem snúast um skynjun, leið frá líkamanum og til hugsunnar sem voru notaðar í gólfvinnu eru rannsakaðar. Hvað þær leiddu af sér. Aðferðir kerfis Stanislavski og hin gerðarlega greining og líka nýjar aðferðir sem notaðar voru við að greina verkið Aðfaranótt með leikstjóra verksins Unu Þorleifsdóttur og leikhópnum. Hvar lágu helstu áskoranir og hverjir voru styrkleikarnir í ferlinu? Uppgötvun mikilvægi raddar og raddþjálfunar nemandans. Hvaða raddæfingar voru lagðar til grundvallar í ferlinu sem að hjálpuðu við raddbeitingu og leiktúlkun. Skoðaðar voru heimildir frá raddkennurum á borð við Patsy Rodenburg (bókin The Need for Words: Voice and the Text og fyrirlestrar á veraldarvefnum), æfingar úr aðferðum Nadine George sem hafa verið kenndar við leikarabraut Listaháskóla Íslands og hvernig þær aðferðir leystu úr læðingi ekki bara betri raddvinnu heldur einnig betri leiktúlkun. Sú uppgötvun efldi sjálfstraust, efldi tækni nemandans og gerði honum kleift að hafa meira vald yfir eigin listsköpun.

  • Útdráttur er á ensku

    This is a final essay from a graduate graduating with a B.A. degree in acting from the Iceland Academy of the Arts. The essay takes on the process of the graduation piece Aðfaranótt, by Kristján Þórður Hrafnsson, which was showcased in Kassinn at the National Theatre in Iceland, May 2018, from the first readthrough and throughout the shows themselves. It takes on which methods were used in analyzing the play itself, creating a character and performance. Looking at methods like Michael Chekhov, which is all about sensations and sensing everything from the body and to the head, which came to good use when taking the script out on the floor, methods from Stanislavski, the Stanislavski system, and his method of analyzing a play along with new methods to analyze a play provided by the director, Una Þorleifsdóttir, whilst analyzing the play with the ensemble. Patsy Rodenburg’s book The need for Words: Voice and Text and her brilliant lectures about the voice and text and what makes a good actor were all taken in consideration along with methods from the voice-teacher Nadine George that have been taught in the Iceland Academy of the Arts. These voice methods didn’t only provide a better use of the voice but they also helped with the acting and the performance. It helped with the student’s confidence, technique and gave her much better control of her own creativity.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 13.6.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.BAgrada.Elisabet.pdf589.35 kBLokaður til...01.05.2025GreinargerðPDF