is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/31949

Titill: 
  • „Þetta er bara svona eins og tannhjól sem að rennur“ : reynsla grunnskólakennara af notkun PALS samvinnunámsaðferða við lestrarkennslu í 1. - 6. bekk
  • Titill er á ensku „It‘s just like a running cogwheel“ : teachers‘ experience of using Peer-Assisted Learning Strategies (PALS) to foster reading in grades 1-6
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • PALS (e. peer-assisted learning strategies) aðferðir í lestrarkennslu byggja á aðferðum beinnar kennslu og félagakennslu. Þær voru þróaðar af Doug og Lynn Fuchs við Vanderbilt-háskóla í Bandaríkjunum í mismunandi útgáfum fyrir leikskóla og upp á unglingastig. Í útgáfunni fyrir 2.-6. bekk fela aðferðirnar í sér sýnikennslu og paravinnu sem mælt er með að beita þrisvar í viku í rúmlega 30 mínútur í senn. PALS beinist að því að efla umskráningu, lesfimi og lesskilning nemenda með þrenns konar verkefnum: Paralestur með endursögn, Að draga saman efnisgrein og Forspá. PALS aðferðirnar eru markvissar, hannaðar með virkni nemenda í huga og gefa kennaranum frelsi til þess að fara á milli para, meta frammistöðuna og leiðbeina þeim. Til þess að beita þeim þarf kennari að hafa setið þar til gert námskeið og að því loknu fær hann handbók sem inniheldur ítarlegar lýsingar á innlögn aðferðanna. Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu hóps kennara af notkun PALS aðferða við lestrarkennslu í 1.-6. bekk, hvernig þeim líkar að vinna samkvæmt þeim og hvernig þeim gengur að nýta aðferðirnar í kennslu. Tekin voru hálfopin viðtöl við 14 grunnskólakennara í sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru hljóðrituð og skrifuð nákvæmlega upp, gögnin kóðuð í lykla og þeir greindir í þemu sem lýstu innihaldi þeirra. Niðurstöður leiddu í ljós að þátttakendur voru ánægðir með skipulag aðferðanna og virkni nemenda. Þeim fannst nemendur fá mikla þjálfun í lestri og lesskilningi og töldu PALS ýta undir betri samvinnu og félagsleg tengsl þeirra á milli. Þátttakendur töldu samstarf við aðra kennara, þar á meðal sérkennara, veita mikilvægan stuðning og þá sérstaklega við innleiðingu aðferðanna. Niðurstöður út frá reynslu þátttakenda benda til þess að PALS aðferðir geti aðstoðað nemendur við að auka færni í lesfimi og lesskilningi.

  • Útdráttur er á ensku

    Peer-Assisted Learning Strategies (PALS) is a reading program based on direct instruction and peer-tutoring. PALS was developed by Doug and Lynn Fuchs at Vanderbilt University in the United States of America for students at different ages which begins in preschool and ends in high school. The version for grades 2-6 include demonstration and students working in pairs and is recommended to be used three times per week for about 30 minutes each time. PALS aims to promote students’ skills in decoding, reading fluency and reading comprehension with three kinds of tasks: Partner Reading with Retell, Paragraph Shrinking and Prediction Relay. PALS is proactive, designed with students’ activities in mind and gives the teacher freedom to go between student-pairs and guide them. To be able to use PALS, teachers need to participate in a workshop where they get a manual with detailed descriptions of lessons. The purpose of this study was to research teachers’ experience of using PALS in grades 1-6 in teaching reading, how it is working according to them and how they are utilizing this in their teaching. Semi-structured interviews were made with 14 elementary school teachers in the capital region of Iceland. The interviews were recorded, transcribed verbatim, analyzed and categorized into themes that described their content. They revealed that participants were impressed by the strategies’ structure and the students’ activity. They felt that PALS gave students extensive training in fluency and reading comprehension and that PALS promotes better cooperation and social relations between students. The participants consider cooperation between the teachers, including special education teachers, to be an important support and especially during the implementation of the strategies. Based on the findings from the teachers’ experience it is concluded that PALS can assist students in training their fluency and reading comprehension.

Samþykkt: 
  • 1.11.2018
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/31949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing Rósa.pdf32.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF
AaMeistararitgerð - Rósa Lilja.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna