is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32715

Titill: 
  • Spilling á Íslandi: Hafði birting Panamaskjalanna áhrif á kröfu til stjórnmálamanna hér á landi?
  • Titill er á ensku Corruption in Iceland: Did the Panama Papers affect the demand towards politicians in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þau áhrif sem birting Panamaskjalanna hafði á samfélagið á Íslandi og hvort þau höfðu áhrif á afstöðu til spillingar hér á landi og kröfu íslensku þjóðarinnar til stjórnmálamanna. Margskonar kenningar eru til um spillingu því spilling getur komið fram með mismunandi birtingarhætti. Almennt er talað um um spillingu sem misbeitingu á opinberu valdi, en sú skilgreining er heldur takmörkuð og gefur ekki tækifæri til þess að skoða aðrar hliðar málsins eða annarskonar sambærileg tilvik. Reynt verðru að útskýra þetta atvik í íslenskri stjórnmálasögu út frá hinum ýmsu skilgreiningum á spillingu og kenningum. Sumar skilgreininganna og kenninganna geta útskýrt hvað gerðist og aðrar ekki. Eftir að greint hefur verið frá þessum skilgreiningum og kenningum mun verða gerð tilviksathugun. Fyrst verður rakin saga Sigmundar og tengsla hans við aflandsfélagið Wintris Inc. og því næst athafnir hans bornar saman við áður nefndar skilgreiningar og kenningar og reynt að varpa ljósi á hverjar kröfur Íslendinga til stjórnmálanna og hvort birting Panamaskjalanna hafi haft áhrif á það viðhorf.
    Skattundanskot geta haft slæm efnahagsleg áhrif og spurning er hvort uppljóstranir sem þessar breyti upplifun almennings á spillingu í íslensku samfélagi. Upplifun almennings á spillingu gerir rannsakendum kleyft að kanna hvað samfélaginu finnst vera eðlileg hegðun og hvenær hún telst vera óeðlileg. Að lokum verða helstu niðurstöður ræddar sem og viðraðar hugmyndir um áframhaldandi rannsókn á þessum málaflokki á sviði siðfræði og hverskonar eiginleika stjórnmálamenn þurfa til þess að stýra ríki á skilvirkan og heiðarlegan máta. Helstu niðurstöður byggja á hugmyndum um það traust og heillindi sem Íslendingar krefjast af stjórnmálamönnum sínum. Má álykta út frá því að kanna megi frekar hvort siðareglur þingmanna hafi raunveruleg áhrif á hegðun þeirra.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Freyja Ingadottir BA-rtigerð 6. maí 2019.pdf915.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf215.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF