is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/19134

Titill: 
  • Þögn – raddir – vor
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • „Ævintýri um hið ókomna“ er frægasti kaflinn í bókinni Raddir vorsins þagna eftir líffræðinginn og rithöfundinn Rachel Carson. Kaflinn fjallar um nafnlausan smábæ í Bandaríkjunum; þar voru fiskar í tjörnum, fuglarnir sungu, eplatrén blómstruðu og börnin léku sér en svo fór einhver óáran að gera vart við sig í sveitinni og allt breyttist. Dularfullir sjúkdómar herjuðu á kjúklingana, búféð veiktist og allt í einu var fuglasöngurinn þagnaður.
    Verk mitt Silent Spring, hommage à Rachel Carson er gert til heiðurs höfundi bókarinnar, sem er talin ein af merkustu konum síðustu aldar. Bók hennar kom út árið 1962 og markaði tímamót í sögu umhverfisverndar. Þar er sýnt fram á að eftirlitslaus notkun á eiturefnum eins og DDT sé ekki bara skaðleg fyrir skordýr og smápöddur heldur lífríkið allt, þar á meðal okkur mennina. Í verkinu læt ég framtíðina speglast í nútímanum en allt sem nútíminn tekur að láni hjá framtíðinni er í skuld komandi kynslóða.
    Verkið var gert fyrir sýninguna Tenging norður sem var haldin í Norræna húsinu í nóvember 2013. Meistaraverkefni mitt er nefnt Þögn – raddir – vor og markmið þess er að skoða sem listamaður og kennari hvort og hvernig listamaðurinn getur miðlað nemendum nýrri sýn á umhverfi okkar með því að leyfa þeim að taka þátt í gerð listaverks og í umræðum þar sem höfuðáhersla er á menntun til sjálfbærni. Þetta er þátttökuverkefni og fimmtán nemendur úr Hagaskóla hjálpuðu til við gerð þess.
    Lykilorð: tengslalist, menntun til sjálfbærni, greiningarlykill, Connecting the Dots.

  • Útdráttur er á ensku

    “A Fable for Tomorrow” is the most famous chapter in the book Silent Spring by biologist and author Rachel Carson. The chapter tells of a nameless American town; there were fish in the ponds, the birds sang, the apple trees blossomed, and the children played. Then some plague started to be noticed in the community and everything changed. Mysterious diseases befell the chicken, the cattle became infected, and suddenly the birds were silent.
    My work Silent Spring, hommage à Rachel Carson was made in honor of the author, undoubtedly one of the most important women of the 20th century. Her book appeared in 1962 and became a landmark in the history of environmental protection. In it Carson showed that uncontrolled use of pesticides like DDT not only had detrimental effects on insects and bugs but also on the entire biota, including humans. In my work the future is reflected in the present, since everything the present borrows from the future is in debt to future generations.
    The work was made for the exhibition Relate North in the Nordic House in Reykjavík in November 2013. My MA project is called Silence – Voices – Spring; its goal is to examine as an artist and a teacher if and how the artist can convey to students a new perspective on our environment by allowing them to participate in the creation of a work of art and in discussions emphasizing education for sustainable development. This is a participation project, involving fifteen students in Hagaskóli who helped realizing it.

Samþykkt: 
  • 23.6.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/19134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.skemman.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna