is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13630

Titill: 
  • „Kallinn í brúnni.“ Hvernig þróar hann færni sína?
Útgáfa: 
  • Maí 2010
Útdráttur: 
  • Í greininni er varpað ljósi á upplifun og reynslu átta fengsælla íslenskra skipstjóra af því að vera „kallinn í brúnni“. Markmið rannsóknarinnar sem hér liggur til grundvallar er að leita svara við spurningunum: Hvaða færni í skipstjórastarfinu telja viðmælendur að hafi verið mikilvægust og hvernig fóru þeir að því að læra hana og þróa sig í starfi?
    Djúpviðtöl voru tekin við átta einstaklinga sem áður fyrr hefðu líklega gjarnan verið nefndir „aflakóngar“. Við valið var gengið út frá ákveðnum viðmiðum um stærð og áhöfn skipa og viðmælendur valdir með svokallaðri snjóboltaaðferð.
    Rannsakandi setur sig þá í samband við aðila sem vel eru kunnugir í greininni og benda þeir á einstaklinga sem líklegir eru til að uppfylla skilyrðið að skoðast fengsæll skipstjóri eða „aflakóngur“.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda á atriði sem öðru fremur einkennir skipstjórastarfið en það er mikil ábyrgð. Sá sem skipstjórastarfinu gegnir stendur oft einn í brúnni. Það reynir á dómgreind hans við ákvarðanatöku og sömuleiðis viljann og getuna til að axla ábyrgð á áhöfn, skipi og dýrum búnaði. Skipstjórarnir sem eru viðmælendur í rannsókninni leggja allir mesta áherslu á
    færni í mannlegum samskiptum og að byggja upp traust milli aðila. Óformlegar lærdómsleiðir svo sem með reynslunámi og í gegn um tengslanet eru þær leiðir sem viðmælendurnir í þessari rannsókn hafa helst nýtt sér. Sérhæfð verkefnatengd færni sem lýtur að sjómennsku og skipsstjórnun og aflað er með formlegu námi kemur þar á eftir.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Erindi flutt á ráðstefnu í maí 2010
Samþykkt: 
  • 8.1.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13630


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grein 2010 Kallinn_i_brunni .pdf455.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna