is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/8896

Titill: 
  • Hans Zimmer og Inception
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hans Zimmer, fæddur í Frankfurt árið 1957, var frá unga aldri staðráðinn í því að verða tónskáld. Þrátt fyrir að vera lítið klassískt menntaður í tónlist er sá draumur hans orðinn að veruleika þar sem hann er eitt eftirsóttasta kvikmyndatónskáld Hollywood í dag. Hans Zimmer er jafnframt brautryðjandi í að blanda saman hljóðgervlum og klassískum sinfóníuútsetningum. Zimmer er einnig þekktur fyrir að vinna mikið í samstarfi við aðra sem er bæði umdeildur og áhrifamikill þáttur í tónlist hans. Alls hefur Zimmer hlotið níu tilnefningar til óskarsverðlauna, fyrst fyrir Rain Man (1988) og síðast fyrir Inception (2010) sem er megin umfjöllunarefni ritgerðarinnar.
    Inception er hugarfóstur leikstjórans Christopher Nolan sem byrjaði að skrifa handrit myndarinnar sjö árum áður en hún fór í framleiðslu. Mynd þessi er margslunginn spennutryllir og vísindaskáldskapur. Myndin fjallar um ferðalög inn í drauma og reynist þekking Zimmers á hljóðgervlum vel til þess að skapa hljóðheim sem hentar myndinni.
    „Je Ne Regrette Rien“ í flutningi Edith Piaff er virkilega stór partur af bæði tónlist og atburðarás myndarinnar. Innblástur Zimmers er sprottinn frá þessu lagi auk þess sem það er stór þáttur í aðal stefi tónlistarinnar. Lagið sjálft hljómar síðan í innra umhverfi myndarinnar á ákveðnum vendipunktum. Hans Zimmer semur tónlistina í Inception út frá stefjum sem hvert um sig þjónar ákveðnu hlutverki og eru lykilþættir í því hvernig Zimmer nær að magna upp áhrif kvikmyndarinnar sem skilar sér til áhorfandans

Samþykkt: 
  • 1.6.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/8896


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf348.35 kBLokaðurHeildartextiPDF