is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/25090

Titill: 
  • Fósturlát í gimbrum: Samhengi fósturláta og vaxtarhraða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmiðið var að reyna að tímasetja fósturlát í lambgimbrum betur en hefur verið gert, og skoða hvort eitthvert samhengi væri milli vaxtarhraða þeirra og fósturlátanna. Verkefnið gekk út á að vigta og ómskoða lambgimbrar, blóðsýni var tekið einu sinni til staðfestingar á fangi. Þær voru einnig holdastigaðar, en það var gert til að reyna gera sér grein fyrir hvenær lömbin færu virkilega að taka til sín, þó mæðurnar þyngdust. Tekið var blóðsýni úr þeim við c.a 40 daga meðgöngu og þær síðan ómskoðaðar við 70 og 100 daga meðgöngu.
    Rannsóknin fór fram á Hesti í Borgarfirði veturinn 2015-2016, og voru 155 ásteningsgimbrar í rannsóknarúrtakinu. Eftir seinni ómskoðun voru gimbrarnar flokkaðar í gögnum í 4 hópa, þær sem reyndust geldar, einlembdar, tvílembdar og síðast þær sem höfðu látið. Ein í hópnum reyndist þrílembd og var hún talin með tvílembunum. Gimbrarnar voru vigtaðar reglulega og vaxtarhraði þeirra reiknaður út frá þyngdaraukningu milli mánaða.
    Ekki reyndist vera marktækur munur á vaxtarhraða hópanna (p>0,05) fyrir sept-des, des-jan og jan-feb. Í feb-mars mælingunni reyndist munurinn marktækur (p<.0001), en þá voru tvílemburnar farnar að vaxa hvað hraðast. Vegna þessa mikla munar í feb-mars mælingu þá reyndist allt tímabilið sept-mars marktækt (p<.0001).

Samþykkt: 
  • 7.6.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/25090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Fósturlát í gimbrum-samhengi fósturláta og vaxtarhraða.pdf1.42 MBOpinnPDFSkoða/Opna