is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1000

Titill: 
 • Sjúkraflutningaskólinn : stefnumótun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er unnið til B.Sc. gráðu á stjórnunarsviði Rekstrar- og viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri. Tilgangur verkefnisins var að móta stefnu fyrir Sjúkraflutningaskólann, skýra hlutverk hans, auk þess að leggja tillögu að framkvæmdaáætlun stefnunnar.
  Gerð var innri og ytri greining á starfseminni. Gagnasöfnun fór fram með þeim hætti að farið var yfir fyrirliggjandi gögn og viðtöl voru tekin við sex lykilaðila tengda Sjúkraflutningaskólanum. Viðtölin voru sett upp með fyrirfram ákveðnum rannsóknarspurningum tengdum skólanum, umhverfi hans og mögulegri framtíðarþróun.
  Niðurstaða verkefnisins var að staða Sjúkraflutningaskólans í dag er góð og þörf er fyrir framþróun. Skólinn stendur frammi fyrir því að fjárhagslegt bolmagn hans er takmarkað. Lögð er fram stefna, hlutverk skólans skýrt og þiggja ára framkvæmdaáætlun gerð. Stærsta verkefnið sem lagt er til að ráðast í er að hrinda í framkvæmd sérnámi sjúkraflutningamanna í samstarfi við Háskólann á Akureyri, sem skili réttindum til starfs sem bráðatæknir. Tillögur um þróun skólans eru í fullu samræmi við meginhlutverk skólans sem er að skipuleggja, stjórna og sjá um menntun sjúkraflutningamanna. Hindranir í framkvæmd stefnu Sjúkraflutningaskólans eru fjárhagslegar, lagalegar og á sviði samstarfs.
  Framtíðarsýn Sjúkraflutningaskólans er að vera leiðandi í menntun og þjálfun þeirra er koma að sjúkraflutningum og bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa.
  Lykilorð:
  Stefnumótun, Framkvæmdaáætlun, Menntun, Sjúkraflutningaskólinn, Bráðaþjónusta utan sjúkrahúsa.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sjukraflutninga.pdf730.24 kBLokaðurSjúkraflutningaskólinn - heildPDF
sjukraflutninga_e.pdf151.17 kBOpinnSjúkraflutningaskólinn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
sjukraflutninga_h.pdf152.87 kBOpinnSjúkraflutningaskólinn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
sjukraflutninga_u.pdf89.01 kBOpinnSjúkraflutningaskólinn - útdrátturPDFSkoða/Opna