is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10002

Titill: 
 • Framburður 20 íslenskra barna á fjórða og sjötta aldursári. Þversniðsathugun á nokkrum framstöðuklösum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í íslensku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Í henni fjalla ég um rannsókn mína á nokkrum tveggja og þriggja samhljóða framstöðu-klösum í máli tuttugu íslenskra leikskólabarna úr tveimur hverfum Reykjavíkurborgar. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta.
  Í fyrsta hluta er fræðileg umfjöllun um helstu viðfangsefni ritgerðarinnar. Fjallað er um þau íslensku samhljóð sem koma við sögu í rannsókn minni en einnig almennt um samhljóðaklasa í íslensku. Rætt er nokkuð ítarlega um máltöku barna og sjónum beint sérstaklega að hljóðfræði- og hljóðkerfisfræðilegri máltöku. Fjallað er um tvo skylda kenningaskóla innan máltökufræðinnar; kenningu Romans Jakobsons um að börn læri málhljóð með því að læra smátt og smátt aðgreinandi þætti þeirra og máltökukenningar sem byggja á þáttakerfum og hljóðkerfislegum reglum eða ferlum. Einnig er rætt um erlendar og íslenskar rannsóknir á áhrifum félagslegra þátta á máltöku ásamt því að tvær rannsóknir á fram¬burði íslenskra barna eru kynntar.
  Í öðrum hluta ritgerðarinnar fjalla ég um rannsókn mína á níu framstöðuklösum í máli barna á fjórða og sjötta aldursári. Umræddir klasar eru; /sCr-/ klasarnir /str-/ og /skr-/, /sC-/ klasarnir /st-/, /sc-/ og /sk-/ og /Cr-/ klasarnir /tr-/, /dr-/, /kr-/ og /gr-/. Í ljós kom að börn á fjórða aldursári höfðu náð góðu valdi á /Cr-/ klösum en /sCr-/ og /sC-/ klasar voru að koma fram í máli þeirra. Börn á sjötta aldursári höfðu náð fullu valdi á /sC-/ klösum, góðu valdi á /Cr-/ klösum en /sCr-/ klasar voru að koma fram. Sjá mátti að yngri börn voru líklegri til að beita brottfalli í klösunum en þau eldri en báðir árgangar skiptu út hljóðum. Einnig kom í ljós almenn tilhneiging barna til að fella frekar brott hljóð úr þriggja samhljóða klösum en skipta hljóði út í tveggja samhljóða klösum.
  Í þriðja hluta ritgerðarinnar var framburður barnanna skoðaður með hliðsjón af menntun móður, búsetu og kyni barnanna. Ekki virtist vera beint samband milli menntunar móður og framburðs barnanna; börn háskólamenntaðra mæðra stóðu sig eilítið betur en börn grunnskólamenntaðra mæðra en munurinn var ekki marktækur. Nokkur munur reyndist vera á framburði barna eftir búsetu og höfðu börn í Vesturbæ Reykjavíkur almennt náð betri tökum á framstöðuklösunum. Þessi munur var þó ekki marktækur. Mikill marktækur munur reyndist aftur á móti vera á framburði barna eftir kynjum en stúlkur komu mun betur út í könnuninni en drengir.

Styrktaraðili: 
 • Félagsstofnun stúdenta
Samþykkt: 
 • 12.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Framburdur-islenskra-barna-VedisR.pdf894.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna