is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10003

Titill: 
  • Vandræðabarn úr „virkri nærveru“. Saga og orðræða Áhugahóps homma og lesbía um trúarlíf 1994-1997
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er saga kristins trúarhóps sem starfaði innan Samtakanna 78 rakin, en hann var að mati höfundar mikilvægur hlekkur í að sýnileiki samkynhneigðra hefði sem flestar og jákvæðastar birtingarmyndir á tíunda áratug síðustu aldar. Mannréttindabarátta hópsins hófst með virkri nærveru, þekktri baráttuaðferð minnihlutahópa en í þessu tilviki fólst hún í sýnileika á tveimur sviðum. Samkynhneigðir voru minntir á trúarþörfina og sátta leitað við kristna trúariðkendur en um leið var einsleitri trúartúlkun ögrað með ex ousia sjálfsvirðingarinnar. Trúarhópurinn átti fyrirmynd í Kvennakirkjunni og var nánast skilgetið afkvæmi hennar. Alnæmisvandinn var stór þáttur í þróun þeirrar aðkomu sem þjóðkirkjan valdi sér en vandi kirkjunnar þegar hún mætti burðugu samfélagi á jafningjagrundvelli var skortur á guðfræðilegri umræðu um samkynhneigð. Þáttar Ólafs Odds Jónssonar sóknarprests og siðfræðikennara er minnst í tengslum við fræðilega vinnu sem fram fór innan kirkjunnar, en fókusinn er á þróun trúarstarfs hópsins. Síðari hluti ritgerðarinnar er greining á orðræðu hópsins sem unnin er út frá hugleiðingum sem fluttar voru vorið 1994 og eru varðveittar í skýrslu um starfsemi fyrsta ársins. Óútgefin gögn úr einkaskjalasöfnum bera rannsóknina að mestu leiti uppi, en að auki ritgerðir og viðtöl. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að hér hafi verið á ferð hópur sem hafi sýnt fram á það með málefnalegum málflutningi sem byggði á guðfræðilega ígrundaðri afstöðu til sjálfs og samfélags að tímabært væri að þjóðkirkjan og samkynhneigðir ættu samleið í átt að sameiginlegum markmiðum. Í samantekt og umræðum er litið til baka og áhrif þeirrar þöggunar sem kirkjan varð uppvís að í kjölfar rannsóknartímabilsins eru íhuguð. Leiddar eru líkur að því að rof hafi orðið á trúnaðarsambandi þjóðar og kirkju þegar málefni samkynheigðra komu til umfjöllunar. Ritgerðin er tileinkuð upplýstri umræðu um kirkjuna og þá sem henni tilheyra.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ArnaldurMániFinnsson.pdf709.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna