is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10004

Titill: 
  • Tálkvendi, meyjar og iðrandi syndarar. Um sögur kvendýrlinga og Guðrúnu Ósvífursdóttur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eitt af grundvallarhugtökum kristinnar trúar er hugtakið „lærisveinn“. Frumfylgjendur Jesú Krists voru kallaðir lærisveinar, hann kallaði karla og konur til fylgdar við sig, til eftirfylgdar og eftirbreytni. Snemma fóru kristnir menn að safna sögum af fólki sem þótti höndla þessa köllun vel, sögurnar tóku á sig helgiblæ og þegar fram liðu stundir urðu þær að bókmenntaformi, helgisögum. Flestar sögur eru til af körlum, en um tíu af hundraði allra helgisagna eru sögur af helgum konum. Helgisögur af konum segja yfirleitt annaðhvort frá hugdjörfum skírlífum meyjum sem deyja píslarvættisdauða eða iðrandi syndurum sem leika sjálfa sig svo hart að þær láta einnig lífið fyrir trúnna á endanum. Engin helgisaga er til af íslenskri konu sem er kannski ekki furða í ljósi þess að engin íslensk kona hefur verið vegsömuð sem dýrlingur. Í raun er afar fátt vitað um hvaða farveg íslenskar konur fundu trúrækni sinni eftir að kristni var lögtekin. Þær fáu og stuttaralegu frásagnir sem til eru verða því enn forvitnilegri fyrir vikið, þó svo þær láti grátlega lítið uppi. Þar má nefna kaflann um Hildi einsetukonu í yngri gerð Jóns sögu biskups en einnig stuttar frásagnir í sögum sem hafa e.t.v. ekki jafnmikið heimildagildi en geta engu að síður veitt ákveðna vísbendingu um trúrækni kvenna. Þannig segir í Laxdæla sögu að á efri árum hafi Guðrún Ósvífursdóttir gerst trúkona mikil og fyrsta nunna Íslands, en það má velta því fyrir sér hvort að höfundur Laxdælu hafi séð í Guðrúnu efni í fyrsta íslenska kvendýrlinginn. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður skoðað hvað einkenndi sögur af dýrlingum almennt, hvað aðgreindi sögur karl- og kvendýrlinga og hver var tilgangurinn með sagnarituninni. Seinni hluti ritgerðarinnar er svo helgaður Guðrúnu Ósvífursdóttur en þar verður leitað svara við því hvað saga hennar, sérstaklega í lok Laxdæla sögu, á sameiginlegt með sögum af helgum konum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10004


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinJona_BA2011.pdf508.17 kBLokaðurHeildartextiPDF