is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10006

Titill: 
  • Búrkubann: samræmist það vestrænum lýðræðishefðum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur notkun búrku og nikab verið mikið í umræðunni víða um Evrópu og hefur sú umræða einnig átt sér stað hér. Oft er talað um að búrkan og nikab sé tákn um að innflytjendur eða múslimar hafni vestrænum gildum og hefur þessi klæðaburður ítrekað verið tengdur við hryðjuverkastarfsemi. Í Frakklandi hefur verið innleitt bann við notkun þessara klæða og eru vangaveltur um hvort rétt sé að taka upp sambærilegt bann hér á Íslandi. Í þessari ritgerð er fjallað um vestrænt lýðræði og íslam með tilliti til fjölmenningarhyggju og femínisma en íslamstrú er skoðuð vandlega til greina stöðu múslimskra kvenna gagnvart trúnni og notkun þeirra á búrku og nikab. Það sem stóð upp úr í ritgerðinni er að konur í evrópskum ríkjum sem klæðast búrku eða nikab virðast sjaldan vera kúgaðar til þess, alla vega ekki þeirra kvenna sem rannsóknir hafa náð til eða koma fram í fjölmiðlum. Því er niðurstaðan sú að erfitt hlýtur að vera að innleiða bann sem á að vernda kúgaðar konur þegar að margar þeirra virðast ekki upplifa sig ekki sem kúgaðar. Auk þess sem það stríður gegn almennra borgaralegra réttinda í nútíma lýðræðisríkjum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10006


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Edda_BA.pdf329.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna