Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1001
Verkefni þetta gerir grein fyrir ákveðinni hugmyndafræði, innri
markaðssetningu (e. internal marketing), sem stjórnendur fyrirtækja
geta nýtt sér
við að hámarka afrakstur þeirrar fjárfestingar sem
liggur í mannauð fyrirtækja.
Viðfangsefnið er ferðaþjónusta og er
hótelgeirinn tekinn til athugunar.
Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá er:
„Hvers vegna ættu stjórnendur hótela að tileinka sér
aðferðir innri markaðssetningar?”
Í fræðilega hluta verkefnisins er reynt að sýna fram á af hverju svo
ætti að vera. Spurningalisti var lagður fyrir 40 starfsmenn og 20
stjórnendur þriggja og fjögurra stjörnu hótela á Íslandi með
símakönnun til að reyna að fá fram hvort unnið sé eftir fræðunum.
Fræðin eru síðan tengd við úrvinnslu gagnanna.
Í heild sinni kemur rannsóknin vel út og má ætla að það sé að hluta
til vegna nokkuð mikillar menntunar stjórnenda en einnig vegna
stöðugleika og hás meðalstarfsaldurs þeirra hjá viðkomandi
fyrirtæki.Vissulega komu fram atriði sem
stjórnendur geta lagað
enn frekar til þess,
meðal annars,
að bæta þjónustugæði útávið og
stefna með því að bættum þjónustugæðum í atvinnugreininni.
Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að stjórnendur þurfa að upplýsa
starfsfólk
betur um það sem er að gerast innan fyrirtækisins og þá er
sérstaklega átt við auglýsinga- og kynningarmál. Einnig komu þættir
eins og hrós, gagnrýni og leiðbeiningar stjórnenda ekki nógu vel út.
Það sem kemur þó mest á óvart úr rannsókninni, miðað við hátt
menntunarstig stjórnenda, er að of fáir stjórnendur líta á starfsmenn
sína sem viðskiptavini eins og grundvallað er í fræðunum.
Lykilorð:
Innri markaðssetning, þjónusta, ferðaþjónusta, hótel, þjónustugæði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
innramarkadss.pdf | 1.28 MB | Takmarkaður | Innra markaðsstarf hótela á Íslandi - heild | ||
innramarkadss_e.pdf | 111.74 kB | Opinn | Innra markaðsstarf hótela á Íslandi - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
innramarkadss_h.pdf | 122.7 kB | Opinn | Innra markaðsstarf hótela á Íslandi - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
innramarkadss_u.pdf | 113.98 kB | Opinn | Innra markaðsstarf hótela á Íslandi - útdráttur | Skoða/Opna |