is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10013

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Razlúka, smert i pamjat. Dva stíkhotvoreníja Anny Akhmatovoj
  • Aðskilnaður, dauði og minningar. Tvö kvæði eftir Önnu Akhmatovu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er greining á tveimur ljóðum rússneska ljóðskáldsins Önnu Akhmatovu sem fæddist í Rússlandi við Svarta hafið (nú Úkraínu) árið 1889 og lést 1966. Ljóð þessi birtust í fyrstu ljóðabók hennar Kvöld (rússn. Вечер) sem kom út árið 1912. Í þessari ritgerð er fjallað um silfuröldina sem var blómaskeið í rússneskri ljóðlist í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu. Þá er fjallað um ævi Akhmatovu, fyrstu ljóðabók hennar og loks er umfjöllun um ljóðin tvö. Anna Akhmatova var uppi á tímum mikilla breytinga í Rússlandi. Hún lifði margar byltingar, tvær heimsstyrjaldir og loks lifði hún þær hörmungar sem Stalín leiddi yfir Sovétríkin. Anna Akhmatova var fremsta ljóðskáld hreyfingar innan rússneskar ljóðlistar sem nefndist akmeismi og var hluti módernismans. Akmeismi lagði áherslu á fegurð ljóðanna fremur en leyndardóm þeirra, ólíkt symbólismanum og leit upp til ljóðskálda fyrri alda. Nær öll ljóðin í fyrstu ljóðabók Akhmatovu fjalla um ástina og er ljóðmælandinn nær undantekingarlaust kvenkyns. Ljóðin tvö sem fjallað er um hér heita „Gráeygði konungurinn“ (rússn. «Сероглазый король») og „Grafðu mig, grafðu mig, vindur!“ (rússn. «Хорони, хорони меня, ветер!»). Bæði fjalla þau um aðskilnað og dauða. Í „Gráeygða konunginum“ er það konungurinn sem deyr en í „Grafðu mig, grafðu mig, vindur!“ er það sjálfur ljóðmælandinn sem liggur fyrir dauðanum. Greining ljóðanna leiddi í ljós þótt þau hafi verið skrifuð þegar Anna Akhmatova var enn ung að árum endurspegla þau viðfangsefni hennar og andrúmsloft seinni ljóða vel. Í ljós kom að „Gráeygði konungurinn“ er eitt af sjö ljóðum sem samin voru á árunum 1910-1914 þar sem fjallað er um gráeygðan mann. Hvorki er ljóst hvort um sama gráeygða manninn sé að ræða í öllum ljóðunum, né hvort hann hafi átt sér fyrirmynd í raunveruleikanum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf416.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna