is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10014

Titill: 
 • Dagongmei. Líf og aðstæður ungra farandverkakvenna í framleiðsluverksmiðjum Kína
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er farið yfir félagslega og efnahagslega stöðu farandverkafólks í Kína, með sérstöku tilliti til ungra farandverkakvenna, sem gjarnan eru nefndar Dagongmei á eigin móðurmáli.
  Þrátt fyrir að hafa lengi vel talist annars flokks borgarar í Kína, hafa síðustu tveir áratugir fært breytingar til hins betra þó enn þurfi þau að þola óréttlæti. Eitt af því sem mestu skiptir þar er að þau geta ekki öðlast lögheimili í borgunum sem þau búa. Það er þess valdandi að farandverkafólkið fer á mis við þá félagslegu þjónustu sem öðrum íbúum borganna býðst.
  Aðstaðan í verksmiðjunum þar sem þau starfa spannar bilið frá skelfilegum til viðunandi, allt eftir því um hvaða verksmiðju er rætt. Sumar eru ólöglegar þrælkunarbúðir faldar á háaloftum eða í skuggalegum sundum, aðrar eru slíkar að umfangi að þær eru eins og litlar borgir og veita jafnvel hundruðum þúsunda manns atvinnu. Flest farandverkafólk vinnur langan vinnudag fyrir lágt kaup. Þau búa á heimavistum við þröngar aðstæður, en þó oftast vart mikið þrengri en heima fyrir.
  Kínversk yfirvöld hafa löngum bannað myndun sjálfstæðra verkalýðsfélaga og að sama skapi ekki viljað lögleiða verkfallsrétt. Eins og sakir standa er ekkert sem bendir til að þetta muni breytast í bráð. Eina löglega verkalýðsfélagið í Kína, ACFTU, er ríkisrekið og hefur ekki þótt gæta réttinda verkafólks nægilega vel.
  Erlend stórfyrirtæki eiga gífurlegra hagsmuna að gæta í framleiðslukeðjunni í Kína, því eru áhrif þeirra á líf farandverkafólksins mikil, ýmist sem atvinnuveitendur eða í gegnum milliliði. Flest þessara fyrirtækja vilja meina að þau hafi hagsmuni verkafólksins fyrir brjósti.
  Sem kaupandi að um það bil 3% af heildarútflutningi Kína hefur Wal-Mart smásölurisinn gífurleg ítök í Kína, því fylgist baráttufólk fyrir mannréttindum sem og verkalýðssamtök vel með gjörðum fyrirtækisins.
  Þó svo að margt jákvætt hafi þegar verið gert er enn margt ógert til að bæta enn frekar aðstæður farandverkafólks í Kína. Það er Kínverski Kommúnistaflokkurinn sem fremur öðrum getur ákveðið hvað framtíðin ber í skauti sér.

Samþykkt: 
 • 12.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10014


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagongmei.pdf369.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna