Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10018
Eitt af stofnmarkmiðum Evrópusambandsins var að koma á fót sameiginlegu
markaðssvæði aðildarríkja þess. Mikilvægur þáttur í virkni hins sameiginlega
markaðssvæðis byggist á því að einstaklingar og fyrirtæki geti flutt auðveldlega á
milli aðildarríkja sambandsins og stundað atvinnustarfsemi undir sameiginlegu
regluverki. Sáttmálinn um starfshætti Evrópusambandsins veitir einstaklingum og
fyrirtækjum rétt til að stofna til og starfrækja atvinnustarfsemi innan aðildarríkja
sambandsins og er stofnsetningarréttur talinn vera eitt af grundvallarréttindum á innri
markaði Evrópusambandsins.
Á sviði evrópsks félagaréttar er heildstæðri löggjöf ekki til að dreifa og hefur það í för
með sér að vandasamt er að flytja fyrirtæki á milli aðildarríkja, líkt og einstaklingar
geta gert. Birtast vandkvæðin í framkvæmd flutninganna því í mörgum tilvikum er
gerð sú krafa að fyrirtæki skuli slitið og stofnað á ný í því aðildarríki sem það kýs að
flytja til. Slík framkvæmd getur verið bæði kostnaðarsöm, tímafrek og lagalega flókin.
Þess utan er augljóst að þetta ástand brýtur í bága við markmið ESB um einsleitt
markaðssvæði sem og stofnsetningarrétt fyrirtækja.
Þessi ritgerð skýrir núverandi stöðu fyrirtækja innan aðildarríkja ESB með tilliti til
möguleika þeirra á tilfærslu á milli aðildarríkja. Höfundi fannst áhugavert að reyna að
varpa ljósi á þróun réttarsvið stofnsetningarréttar og leggja mat á það hvort þörf sé á
heildstæðri félagaréttarlöggjöf innan Evrópusambandsins. Þá markast umfjöllun
ritgerðarinnar af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins á þessu sviði fram að nýjasta
úrskurði hans, Cartesio dómnum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Halldór Þ. Þorsteinsson - BS Ritgerð Sumar 2011.pdf | 361.75 kB | Lokaður | Heildartexti |