is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10019

Titill: 
 • Hverjar eru reglur um minnihlutavernd í hlutafélagalögum?
 • Titill er á ensku What rules are there about protection of minority shareholders in Company Law?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í lokaverkefni þessu verða skoðaðar þær helstu reglur er tengjast minnihlutavernd í hlutafélagalögum. Í upphafi verður farið yfir grunnatriði félagaréttar ásamt því að gert verður grein fyrir hlutafélagalöggjöf á Íslandi og þróun hennar frá því hún var fyrst sett. Því næst verður fjallað um hvað felst í orðinu minnihlutavernd og lauslega farið yfir rök með og á móti því að
  hún sé til staðar. Þá verða tekin saman helstu ákvæði í lögum er fela minnihlutanum hverskonar vernd. Skoðaðar verða bæði þær almennt orðuðu reglur er fela minni hluthöfum ákveðna vernd,
  sem og ákvæði er bera tiltekin réttindi. Farið verður ítarlega yfir þau ákvæði, þróun þeirra og reynt að finna út hver vilji löggjafans var við setningu þeirra. Þá verða skoðaðar sérstaklega þær breytingar er urðu á löggjöfinni árið 2010, en árið 2009 gaf Lagastofnun Háskóla Íslands út skýrslu sem gerði ítarlega úttekt á minnihlutavernd hérlendis í samanburði við norræna löggjöf.
  Varð sú skýrsla til þess að auka vernd minni hluthafa í lögum, en farið verður yfir helstu breytingar og nýmæli sem fram komu í kjölfarið. Að endingu verður efnið dregið saman og
  athugað hver réttarstaða minni hluthafa er hérlendis og hvernig hún hefur þróast.

Samþykkt: 
 • 12.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Rúnar Ágúst Svavarsson.pdf256.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna