is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10020

Titill: 
 • Réttur almennings til upplýsinga hjá stjórnvaldi á grundvelli upplýsingalaga
 • Titill er á ensku Public right to information from authorities on the basis of the Information Act.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það er grundvallaratriði lýðræðis að opin og upplýst umræða geti farið fram innan þjóðfélagsins. Meginforsenda þeirrar umræðu er að almenningur geti fylgst með störfum stjórnvalda, annað hvort á beinan hátt eða með milligöngu fjölmiðla.
  Í ritgerð þessari verður upplýsingaréttur almennings skoðaður út frá upplýsingalögum nr. 50/1996. Lögin geyma almenn fyrirmæli um rétt almennings til aðgangs að gögnum sem til hafa orðið hjá opinberum stjórnvöldum. Þar sem ákvæði upplýsingalaga eru um margt stuttorð og oft á tíðum ekki auðskilin verður leitast við að skýra nánar undanþáguákvæði laganna, kanna meginreglur og skyldur er af lögunum leiða. Hafa þarf til hliðsjónar úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál og dóma Hæstaréttar. Í ritgerðinni verður stuðst við frumheimildir innan íslensks og dansks réttar, auk afleiddra heimilda.
  Ekki verður skoðaður upplýsingaréttur aðila eða réttur er leiðir af stjórnsýslulögum. Leitast verður við að takamarka umfjöllun við upplýsingarétt almennings og skörun hans við opinbera hagsmuni. Af því leiðir að 5. gr. um takmarkanir á upplýsingarétt vegna einkahagsmuna falla utan viðfangsefnis ritgerðar.
  Upplýsingalög hafa skapað formfastan grundvöll á samskiptum milli stjórnsýslu og almennings. Með meginreglu 1. mgr. 3. gr. hefur almenningi verið veittur víðtækur réttur til upplýsinga hjá stjórnvaldi Í 4. - 6. gr. upplýsingalaga hafa undanþágur upplýsingaréttar verið skýrt afmarkaðar. Í 4. gr. hefur tekist að skapa stjórnvaldi eðlilegan vinnufrið, án þess að takmarka um of upplýsingarétt almennings skv. 3. gr. Meginregla aukins aðgangs skv. 3. mgr. 3. gr. víkkar miðlunarmöguleika stjórnvalds en frekar. Mikilvægt væri að lögbinda skyldu um að stjórnvald rökstyðji ávallt ákvörðun beitingu reglunnar.

Athugasemdir: 
 • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
 • 12.9.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10020


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti_BS_2011_LOKA.pdf1.82 MBLokaðurHeildartextiPDF