is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10023

Titill: 
  • Réttarstaða heyrnarlausra og heyrnarskertra : hvaða lögmálum lúta heyrnarlausir og ríkisvaldið gagnvart stjórnskipun Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands nr. 33/1944?
  • The legal status of deaf and hearing impaired : what constitutional principles apply to deaf and state regarding the Icelandic constitution 33/1944
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kveikjan að þessari ritgerð var viðurkenning íslenska táknmálsins sem móðurmál heyrnarlausra og heyrnarskertra með lögum nr. 61/2011 um íslenska tungu og íslenskt táknmál. Ritgerðinni er ætlað að svara hvaða lögmálum ríkisvaldið og heyrnarlausir þurfa að lúta gagnvart réttarskipuninni. Ritgerðin takmarkast að mestu leyti við málefni heyrnarlausra. Að miklu leyti má þó yfirfæra efni hennar á málefni fatlaðra almennt. Markmið þessarar ritgerðar er að reyna leiða út fyrir lesendum hvernig réttarstaða heyrnarlausra túlkast í samræmi við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Til þess að skýra út áhrif jafnræðisreglu á réttarstöðu heyrnarlausra eru einnig leidd út svokölluð stjórnarskrábundin viðmið, en það eru viðmiðunarreglur sem leiða má út frá réttarframkvæmd og njóta stjórnarskrárbundinnar verndar. Að lokum eru ályktanir höfundar dregnar um hvort viðurkenning löggjafans á íslensku táknmáli sem móðurmáli heyrnarlausra feli í sér réttarbót fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta í lögskiptum þeirra gagnvart ríki og sveitarfélögum.

Samþykkt: 
  • 12.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10023


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Sindri Mar Jónsson.pdf797.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna