is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10027

Titill: 
  • Þar sem ennþá Öxará rennur. Útvarpsþáttaröð um mannlíf í Þingvallasveit á 20. öld, byggð á munnlegum heimildum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Greinargerð þessi er fræðilegur hluti meistaraverkefnis í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og fjallar um vinnsluferli miðlunarhluta sama verkefnis og aðferðafræðilegar spurningar þar að lútandi. Miðlunarleiðin sem valin var er útvarpsþáttaröð sem fengið hefur nafnið „Þar sem ennþá Öxará rennur“ og undirtitilinn „Þáttaröð um mannlíf í Þingvallasveit á 20. öld – afdalasveit í alfaraleið“. Auk þess að fjalla um sjálft vinnsluferlið er greint frá aðferðafræði við undirbúning og vinnslu þáttanna, með sérstakri áherslu á munnlega sögu og meðferð munnlegra heimilda. Ýmsar miðlunarleiðir eru skoðaðar, kostir þeirra og gallar við miðlun munnlegra heimilda metnir, rök færð fyrir vali á útvarpsmiðlinum og línur lagðar fyrir frekari miðlun heimildanna eftir öðrum leiðum síðar. Þættirnir eru sex og byggjast á viðtölum við 53 einstaklinga á aldrinum 29 til 100 ára, sem eiga það sammerkt að hafa ýmist búið, alist upp eða dvalið um lengri eða skemmri tíma í Þingvallasveit.

Styrktaraðili: 
  • Menningarráð Suðurlands
Samþykkt: 
  • 13.9.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10027


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_MAritg_lokaskjal.pdf11.4 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útvarpsþættir sem fylgja ritgerðinni fylgja ekki með hinni rafrænu útgáfu sem skilað er inn á Skemmuna. Þeir fylgja aðeins eintakinu sem varðveitt er í Þjóðarbókhlöðu.