is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1003

Titill: 
 • Viðbótarlífeyrissparnaður : ávöxtunar- og kostnaðarathugun
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í rekstrar- og viðskiptadeild við Háskólann á Akureyri. Í því er fjallað um viðbótarlífeyrissparnað. Gera má ráð fyrir að fjármálafyrirtæki séu hagnaðardrifin og afkoma þeirra ræðst af hvað þeir fá í sinn vasa af ávöxtun en lífeyrissjóðir eru ekki að klípa af ávöxtun meira en þurfa þykir. Draga má þá ályktun að kostnaður fjármála-fyrirtækja sé það hár að lífeyrissjóðir nái betri árangri í ávöxtun viðbótar-lífeyrissparnaðar en fjármálafyrirtækin.Gerð er ávöxtunar- og kostnaðarathugun á viðbótarlífeyrissparnaði hjá vörsluaðilum til að útskurða um hvort sé eður ei.
  Í upphafi er sett fram eftirfarandi rannsóknarspurning:
  „Er munur á ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar hjá lífeyrissjóðum og fjármálafyrirtækjum og ef svo er gæti skýringin verið mismunandi kostnaður?”
  Leitast er við að svara spurningunni með samanburði á kostnaði og ávöxtun hjá vörsluaðilum og tilgátuprófi. Upplýsingarleit var í formi fyrirspurna í gegnum tölvupóst og gagnaleitar, aðallega á internetinu.
  Vörsluaðilum er skipt niður í fimm hópa og nokkrir aðilar teknir fyrir í hverjum fyrir sig. Til að gera frammistöðu sjóðanna samanburðarhæfa hvað varðar áhættu er þeim skipt niður eftir eignasamsetningu þar sem verðbréf bera mismunandi áhættu. Sparnaðarleiðum er skipt í flokka eftir hversu hátt hlutfall hlutabréfa er í sjóðnum.
  Erfitt er að gera samanburð á ávöxtun vegna ólíkra uppgjörsaðferða og sparnaður hefur ekki verið í nægilega langan tíma til að gefa marktæka niðurstöðu. Tilgátupróf bendir þó til þess að ekki sé mikill munur á ávöxtun hjá lífeyrissjóðum og gögn benda til þess að sýnilegur kostnaðarmunur virðist vera minni en gert var ráð fyrir. Þegar gögnin eru skoðuð sést að hæsta meðalávöxtun er hjá séreignasjóði lífeyrissjóða með hæsta kostnaðinn. Það bendir til þess að lægri ávöxtun fylgir ekki alltaf hærri kostnaði. Ástæður geta þó verið ólíkar uppgjörsaðferðir. Þannig að þessir sjóðir gætu sýnt lægri ávöxtun í framtíðinni.

Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1003


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vidbotarlif.pdf1.43 MBOpinnViðbótarlífeyrissparnaður - heildPDFSkoða/Opna